53. blogg

Um daginn var eitthvađ minnst á Lady Baden Powell í sjónvarpinu. Ekki man ég í hvađa sambandi ţađ var, en finnst ţađ hafa veriđ eitthvađ snobbtengt. Ég hugsa líka ađ Baden Powell hafi veriđ ákaflega snobbađur.

Ţađ var nú samt ekki ţađ sem ég ćtlađi ađ skrifa um heldur minnti ţetta mig á ađ ţegar ég var svona 10 - 15 ára starfađi ég mikiđ í skátahreyfingunni. Líklega hef ég veriđ meira en tíu ára ţegar ég byrjađi ţar ţví ég man ekki betur en minnstu krakkarnir ţar hafi veriđ kallađir ylfingar og ljósálfar en krakkar á mínum aldri voru ýmist drengjaskátar eđa kvenskátar. Ég man ađ Grétar á Reykjum var flokksforingi í fyrsta skátaflokknum sem ég var í. Ţar tókum viđ svonefnt nýliđapróf og mikil uppistađa í ţví var ađ vita sem mest um Baden Powell. Hann var međal skátanna álitinn nćstum ţví guđleg vera. Grétar las líka fyrir okkur framhaldssögu á skátafundunum úr bók sem hét Frumskóga-Rútsí.

Á ţessum árum man ég eftir ađ hafa tekiđ ţátt í einu landsmóti, en ţađ var haldiđ í Hagavík viđ sunnanvert Ţingvallavatn. Á ţessu móti var ţađ einna merkilegast ađ allir ţátttakendur fengu ađ taka í hendina á Lady Baden Powell sem ţá var af einhverjum ástćđum í heimsókn á Íslandi.

Ég man líka eftir ţví ađ hafa fariđ á samkomur í Skátaheimilinu viđ Snorrabraut og eftir Hrefnu Tynes sem ţar stjórnađi međ mikilli röggsemi. Óp-era sem fjallađi um efni Ţrymskviđu man ég líka  eftir ađ flutt var á vegum skátanna. Ég man líka eftir ađ Skátafélag Hveragerđis setti ţessa óp-eru upp og ţá var Guđmundur Wium í hlutverki Ţórs. Löngu seinna var svo efni Ţrymskviđu gert ađ alvöru óperu.

Eitt var ţađ sem Skátafélag Hveragerđis sá alltaf um á ţessum árum, en ţađ var stjórn skrúđgöngu á hátíđahöldunum 17. júní. Eitt áriđ man ég ađ ég var fánaberi í göngunni og hafđi eignast mitt fyrsta reiđhjól daginn áđur. Ég man vel hvađ mér leiddist ađ ţurfa ađ ţramma međ fána í skrúđgöngunni, en geta ekki fariđ ađ leika mér á nýja hjólinu mínu.

Starfsemi skátafélagsins var međ miklum blóma á ţessum árum. Međal annars ţurftu allir skátar sem lokiđ höfđu nýliđaprófinu og unniđ skátaheitiđ alltaf ađ vera í sérstökum búningum á fundum og viđ allar athafnir á vegum félagsins. Búningarnir voru svo skreyttir allskyns merkjum sem táknuđu allt mögulegt. Ég man vel eftir ţví ađ minn skátabúningur var svolítiđ öđruvísi á litinn en flestra annarra. Ţađ var vegna ţess ađ mamma saumađi minn búning, en líklega hafa flestir ađrir keypt sína búninga í einhverri skátabúđ ţeirra tíma. Ekki man ég eftir ađ hafa sett ţađ sérstaklega fyrir mig ađ minn skátabúningur var svolítiđ öđruvísi en annarra.

Merkingarnar á skátabúningunum voru til ađ sýna í hvađa deild, sveit og flokki viđkomandi vćri og líka voru ţau til upplýsingar um sérpróf og ţ.h. sem lokiđ hafđi veriđ viđ o.s.frv. Auđvitađ var ţetta allt sniđiđ eftir hermennsku enda á skátahreyfingin uppruna sinn ađ rekja ţangađ. Drengirnir í Mafeking var bók sem var annađhvort eftir Baden Powell eđa um hann og var nánast skyldulesning fyrir alla skáta.

Ég man ađ á endanum var ég orđinn sveitarforingi í Skátafélagi Hveragerđis ásamt ţeim Atla Stefáns og Jóa á Grund.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband