2798 - Fjölmiðlar og Fitbit

Að flestu leyti eru dagblöðin og aðrir fjölmiðlar á valdi auglýsenda, enda hafa þeir næstum alltaf yfir nógu af illa fengnum fjármunum að ráða. Auglýsingar og ritstjórnarefni blandast oft saman með ýmsu móti. Lítill munur er gerður á því. Almennir lesendur hafa engar forsendur til þess að greina hvort greitt hefur verið fyrir þá umfjöllun sem lesin er. Fréttir eru meira og minna pródúseraðar, en þó má oft trúa þeim og treysta. Einkum ef samstofna og samskonar fréttir er að finna í mörgum fjölmiðlum og þær eru framarlega í röðinni eða áberandi mjög. Ýmsar hliðar fréttanna eru þó komnar undir túlkun fjölmiðilsins. Ekkifréttir og útúrkúfréttir er næstum alltaf greitt fyrir.

Margir láta fjölmiðla ráða skoðunum sínum. Einkum er þetta áberandi með pólitík og kosningar. Fjölmiðlafulltrúar stórfyrirtækja eru líka oft valdamiklir. Einnig eru til fyrirtæki sem sérhæfa sig á þessu sviði. Þau kallast venjulega PR-fyrirtæki. Eins og kunnugt er þá er miklu fínna að hafa skammstafanir og einnig ýmislegt annað á ensku. PR þýðir public relations. Trump Bandaríkjaforseti talar oft um „fake news“. Það þarf þó ekki að þýða að þær séu ekki til. Sagt er að fésbókin sé sérstaklega útsett fyrir falsaðar fréttir. Þar berast nefnilega fréttir með eldingarhraða og engin leið eða a.m.k. afar erfitt að rekja þær til uppruna síns.

Dagblöðin og reyndar fleiri fjölmiðlar eru líka forheimskandi. T.d. var um daginn heilsíðugrein í útbreiddu dagblaði um einhvern knattspyrnumann. Hann skoraði mark 19. október 2011. Daginn eftir dó Gaddafi. Hann skorað mark líka 2. október 2011. Þremur dögum síðar dó Steve Jobs. 10. janúar 2016 skoraði hann mark. Daginn eftir lést David Bowie. 1. maí 2011 skoraði hann mark og daginn eftir var Bin Laden drepinn. 11. Febrúar 2012 skoraði hann mark gegn Sunderland. Sama dag lést Whitney Houston. Þetta er kallað Ramsey-bölvunin fáum við að vita í nefndri heilsíðugrein og birtar eru myndir þessum ósköpum til sönnunar.

Kannski eru einhverjir Fitbit-sérfræðingar sem lesa þetta blogg. Fitbit-appið í snjallsímanum mínum er minn aðal-samskiptavettvangur í hinum næstum daglegu gönguferðum mínum. Ég er svolítið að spekúlera í því hve mikið sé að marka peisið (hraðann) þar í byrjun. Mín reynsla er sú að lítið sé að marka það fyrr en eftir svona 2 til 3 hundruð metra. Útaf fyrir sig er nokkuð snjall að hafa upplýsingar um tímalengd, vegalengd og hraða aðgengilegar svona jafnóðum, en til þess þarf maður að geta treyst því að rétt sé. Að göngunni lokinni fæ ég einhverskonar athugasemd og get síðan fengið upplýsingar um skrefafjölda, hitaeiningar og leiðina. Vikulega fæ ég svo senda samantekt og samanburð við einhver markmið sem ég man ekki lengur hver voru. Allt er þetta ókeypis og sýnir, að mér finnst, ágætlega þá tækni sem öllum stendur til boða.

IMG 7456Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband