5.11.2018 | 23:05
2787 - Steve Wozniak
Sagt er að u.þ.b. tíu þúsund manns eða fleiri hafi orðið fyrir því í Hruninu og eftirmálum þess að heimilin hafi verið seld ofan af þeim. Þetta var sannarlega illa gert og í rauninni glæpsamlegt. Engin furða er þó þeir hópar sem orðið hafa fyrir einhverju svipuðu heimti núna leiðréttinu. Í því ljósi verður að skoða kröfur verkalýðsfélaganna. Sú aukna misskipting sem núverandi og fyrri ríkisstjórnir hafa staðið fyrir verður alls ekki liðin. Auðvitað er það bæði rétt og sjálfsagt að verkalýðsfélögin gangi þar fram fyrir skjöldu.
Stjórnmálamenn fengu tækfæri til að leiðrétta þetta svolítið þegar laun þeirra og annarra ráðamanna voru í krafti úrskurðar svonefnds kjararáðs hækkuð mjög verulega. Forseti Íslands vildi ekki taka við þessari hækkun, en þingmenn allir þáðu þetta þakksamlega og misstu þarmeð tækifærið til að koma til móts við þá sem farið hafði verið illa með í Hruninu svokallaða. Þetta mun verða til þess að ekki seinna en eftir næstu kosningar mun fjórflokkurinn svokallaði hverfa af sjónarsviðinu.
Því miður bendir ekkert til þess að við fáum eitthvað betra Alþingi en verið hefur. Samt er hægt að líta á þetta sem einskonar byrjun. Kannski fáum við líka ríkisstjórn sem ekki verður vantreyst frá byrjun.
Ráðamenn Íslands hafa áður verið rassskelltir og það eru einmitt kosningar og verkföll sem hægt er að nota til þess. Vitanlega fer þeim fækkandi sem muna eftir slíkum atburðum en það minnkar ekkert líkurnar á því að þessir atburðir endurtaki sig. Bylting öreiganna verður aldrei hér, en afnám þeirra svívirðilegu atburða sem Hrunið leiddi af sér eru svo sannarlega á næsta leiti. Mikið fé hefur í gegnum árin verið falið í skattaskjólum, en með nútímatækni er hægt að ná verulegum hluta þess til baka og færa það sínum upphaflegu eigendum. Kannski væri samt best að gefa alveg uppá nýtt.
Man vel eftir því að árið 1992 sá ég fyrsta teygjustökkið á Íslandi. Það var Tommi í Hard Rock sem stökk og það átti sér stað á bílaplaninu við Kringluna, en þar var Hard Rock upphaflega. Auðvitað var þetta fyrst og fremst aulýsingastunt hjá Tomma og sennilega man hann vel eftir því. Auglýst sem fyrsta teygjustökkið á Íslandi o.s.frv. Að númer 2 hafi síðan verið Steve Wozniak á ég hálfbágt með að trúa. Tommi segir það samt og kannski er það rétt. Ég man allavega eftir því að einhver útlendingur stökk fljótlega á eftir Tomma. Hvað hann hét eða heitir man ég hinsvegar ekki.
Nú eru kosningar um það bil að hefjast í Bandaríkjunum. Ekki hef í hyggju að vaka eftir úrslitum enda verða þau ekki kunn fyrr en nokkuð seint. Úrslit þessara kosninga kunna þó að verða söguleg í meira lagi. Trump forseti verður áreiðanlega stjörnuvitlaus ef hann eða réttara sagt Repúblikanaflokkurinn missir meirihluta sinn í fulltrúadeildinni eins og útlit er fyrir. Gleymum því samt ekki að fyrir aðeins tveimur árum síðan var allt útlit fyrir að Hillary Clinton yrði næsti forseti Bandaríkjanna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.