4.2.2018 | 10:07
2684 - Keith Foskett
Árásir Trumps bandaríkjaforseta á dómsmálaráðuneytið og alríkislögregluna bandarísku gætu komið sér illa fyrir hann, þó síðar verði. Látum vera þó honum sé illa við fjölmiðla og flóttamenn. Slík andstaða nýtur mikils fylgis í USA. Orðspor Bandaríkjanna í veröldinni yfirleitt hefur beðið talsverðan hnekki. Stefna hans í málefnum sem snerta USA sérstaklega, án þess að koma fylkjunum og bandaríska þinginu beinlínis við, hefur valdið þar mestu. Ef repúblikanaflokkurinn á þingi snýst gegn honum gæti verið fokið í flest skjól fyrir hann. Þannig verða þær kosningar til bandaríska þingsins sem fram fara í nóvember næstkomandi (fyrsta þriðjudag eftir fyrsta mánudag í þeim mánuði) eflaust nokkuð spennandi.
Það er háttur minn að vaða úr einu í annað í blogginu sem ég sendi öðru hvoru frá mér. Ég hef alls ekki í huga að hætta því. Þess vegna er það sem ég skrifa ekki meira að þessu sinni um bandarísk (af hverju ætli ég skrifi bandarískur ætíð með litlum staf, varla mundi ég skrifa Íslenskur með jafnlitlum staf en þetta var útúrdúr) stjórnmál þó þau séu aftur orðin mitt helsta áhugamál.
Einu sinni var ég áskrifandi að tímaritinu Time og þá var það sem ég fékk talsverðan áhuga á bandarískum stjórnmálum. Satt að segja eimir svolítið eftir af þeirri þekkingu sem ég aflaði mér með því að pæla vikulega í gegnum þetta tímarit. Minnist þess að í því voru margar myndir og þegar ég henti því safni sem orðið var næstum mannhæðarhátt hneyksluðust sumir. Man t.d. eftir því að Finnur í Strympu gerði það þegar hann tæmdi ruslatunnurnar hjá okkur á Vegamótum. En nú er ég búinn að vera andvaka all-lengi og dembi mér semsagt í dúninn eða fiðrið.
Þegar við vorum á Gran Canary fyrir skemmstu eignaðist ég eiginlega nýjan uppáhaldsrithöfund. Sá heitir Keith Foskett og ég er næstum viss um að ég er eini aðdáandi hans hér í Íslandi. Þannig var að ég tók kyndilinn minn með mér í þessa ferð. Ekki nennti ég samt að tengja hann við Vi-Fi-ið sem ég hafði að sjálfsögðu frían og frjálsan aðgang að á því fína hóteli sem við dvöldum á. Hafði aðgang á þessari spjaldtölvu að a.m.k. nokkrum þúsundum bóka sem ég hafði valið úr hópi ókeypisbóka hjá Amazon-útgáfunni. Sýnishorn hafði ég einnig af fjöldamörgum sölubókum hjá þeim. Einnig gat ég hlustað á allmargar hljóðbækur í símanum mínum. Þannig er tæknin orðin í dag. Með því verða langar og leiðinlegar flugferðir þolanlegri.
Nú ég ætti semsagt að segja nánar frá þessum Foskett, en á kyndilinum mínum hafði ég þrjár bækur eftir hann.
Framhald í næsta bloggi. (Þetta var nokkuð góð hugmynd hjá mér.)
Sennilega hefur Ofurskálarleikurinn verið í nótt. Mér er eiginlega nokk sama hvernig hann hefur farið. Eflaust hefur annað liðið unnið. Jafntefli er eitur í beinum Bandaríkjamanna.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.