2654 - Um væntanlegar kosningar

Ég neita því ekki að ég les einstöku sinnum bloggið hans Páls Vilhjálmssonar. Aftur á móti hef ég aldrei lagst svo lágt að skrifa athugasemd þar. Geri ekki ráð fyrir að hann lesi mitt blogg. Las t.d. rasistabloggið hans um Jesú og Co. um daginn og blöskraði hið rasíska innihald bloggsins. Haldið er fram að þessi maður sé kennari að atvinnu, en það getur ekki verið. Honum mundi aldrei líðast að halda öðru eins fram, ef svo væri.

Ekki er að sjá annað en sumir geri ráð fyrir samstjórn Vinstri Grænna, Pírata og Samfylkingar eftir næstu kosningar. Sumir eru jafnvel farnir að setja saman óskaríkisstjórnir í samræmi við það. Mönnum kemur þó ekki saman um hvort Steingrímur Jóhann eigi að vera í þeirri ríkisstjórn eða ekki. Að mínum dómi er hann dinósár sem nauðsynlegt er að losna við. Hann er búinn að vera við lýði alltof lengi. Ágætur ræðumaður samt. Að sumu leyti er hægt að segja að hann hafi bjargað okkur útúr Hruninu, en líka er hægt að segja að hann hafi selt sálu sína og sé ímynd þeirrar fyrirgreiðslupólitíkur og spillingar sem margir vilja losna við.

Áður en Bjarni Ben. getur reiknað með því að allir öfgahægrimennirnir kjósi hann, verður hann að sýns okkur hve þjóðlegur hann er með því að sannfæra okkur um að hann sé eins listfengur í laufabrauðsskurði og í kökuskreytingum. Þetta held ég að Bjarni verði að gera til að koma í veg fyrir ofannefnda ríkisstjórn. Það dugir ekki að reyna að hræða kjósendur með óljósu tali um einhverja vinstri stjórn.

Fyrir utan fjölþjóðafyrirtækin sem stjórna flesum ríkisstjórnum heimsins held ég að það sé ofurvald peninganna sem er hættulegast veru okkar á þessari jörð. Eins og er getum við ekki farið neitt annað. Sá möguleiki kann þó að opnast fyrr en varir og barnabörn okkar eða næsti ættliður á eftir þeim verður sennilega tilbúinn til að fara út í geiminn og reyna fyrir sér þar.

Að mörgu leyti haga íslenskir fjölmiðlar sér eins og aðrir slíkir. Amerískir miðlar eru enn að velta sér uppúr skotárásinni í Las Vegas. Þeir íslensku haga sér svipað ef eitthvað bitastætt að þeirra mati á sér stað hérlendis. Gallinn er bara sá að forhollin eru svo lítil hér að blessuðum blaðamönnunum dettur fátt í hug og gera svo margar vitleysur að þeir verða alltaf eftirbátar heimsblaðanna þegar stóratburðir gerast. T.d. er mest af því sem skrifað er um Norður-Kóreu hráar þýðingar úr amrískum fjölmiðlum. Verst að ekki er fremur þýtt úr vönduðum blöðum en óvönduðum.

IMG 0870Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Sæll, Sæmundur. Þú ritar: 

"Las t.d. rasistabloggið hans um Jesú og Co. um daginn og blöskraði hið rasíska innihald bloggsins. "

Hvenær birtist þetta blogg Páls Vilhjálmssonar og á hvaða vefslóð?

Jón Valur Jensson, 9.10.2017 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband