2653 - Jón Gunnarsson gerir grein

Einhvern greinargerðarfjára las ég nýlega á netinu. Eitt var það í þessari greinargerð sem stakk mig óþægilega. Þar stóð meðal annars: „Innheimta veggjalda hefjist um svipað leyti og framkvæmdir hefjist.

Þetta finnst mér alveg fráleitt. Eigum við semsagt að fara að borga veggjöld í staðinn fyrir loforð og lygi stjórnmálamanna. Að mínum dómi verður þetta til þess eins að vegabæturnar verða aldrei framkvæmdar. Í fyrsta lagi finnst mér koma til greina að borga veggjald þegar búið er að leggja veginn. Alls ekki fyrr, undir neinum kringumstæðum. Ekki gerðum við það varðandi Hvalfjarðargöngin.

Eins og vanalega í undirbúningi kosninga er reynt að koma höggi á Bjarna Benediktsson. Kannski tekst það í þetta sinn. Afrek Bjarna er einkum það að þó hann hafi staðið fyrir fækkun kjósenda flokksins um 50% eða meira og flokksbrot hafi klofið sig frá honum hefur honum tekist að halda væntanlegum formannsframbjóðendum í hæfilegri fjarlægð. Við stjórn landsins og eigin mála hefur honum hinsvegar gengið afleitlega. Formennska hans í flokknum er samt ekki í neinni hættu. Annars eru þetta að sumu leyti forvitnilegar kosningar. Einkum vegna flokkafjöldans.  

Stjórnmálamenn vinna greinilega eftir spakmælinu: „Ef þú ert dauður þá ertu ekki veikur lengur.“ Læt ég svo lokið kosningaspeglasjónum að þessu sinni.

Eiginlega er ekkert farið að kólna að ráði þó talsvert sé komið fram í október. Satt að segja blöskrar mér samt hvað fésbókin er notuð og misnotuð í þessum fjandans kosningaaðdraganda. Ætli sé ekki best að fara bara í fésbókarbindindi framyfir kosningar. Sem betur fer er bloggið komið það mikið úr tísku að hér er næstum því óhætt að vera.

Annars er sennilega best að senda þetta bara rakleitt út í eterinn. Þetta er nefnilega uppfullt af kosningaspekúlasjónum. Eins og versta fésbókarinnlegg. Eru allir búnir að gleyma Trump, eða hvað?

IMG 0893Einhver mynd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband