2648 - Trump og Davíð

Mér skilst að síðasti heimsendir verði endurtekinn þann 23. September n.k. Kannski er þetta alveg nýr heimsendir. Ég bara veit það ekki, þó skömm sé frá að segja. Allavega er þessu spáð núna. Auðvelt er að gera grín að svona spám því ef þær mundu rætast þá er maður ekki til staðar til að taka við skömmum fyrir það. Ég sé samt enga ástæðu til að taka þessa heimsendaspá alvarlegar en þær sem á undan hafa farið. Þessi er fjarri því að vera studd vísindalegum rökum og þessvegna að mínum dómi ómarktæk.

Af hverju í ósköpunum sagði Sigríður Andersen það sem hún sagði um BB. Auðvitað vissi hún ekki að stjórnin mundi springa út af þessu, en hún hlýtur að hafa vitað að þetta mundi koma sér illa fyrir hann. Er hugsanlegt að einhver valdabarátta eigi sér stað innan Sjálfstæðisflokksins og hún hafi viljað koma honum í klípu. Ekki veit ég af neinu slíku og mér mundi líklega vera sagt það síðustum manna.

Sennilega er Mueller sá sem er að rannsaka tengingu Rússa við kosningabaráttu Trumps að fara að ákæra Manafort þann sem var á tímabili kosningastjóri Trumps. Kannski er hann reyndar bara að láta líta svo út til að hann kjafti frá og segi allt sem hann veit um Trump. Trump þorir líklega ekki að reka Mueller þennan.  Eitt sinn var hann FBI-forstjóri.

Kannski er Trump eins og fleiri mestur í munninum. Lætur sig ekki muna um að hóta að gereyða 25 milljón manna þjóð. Aðrir eru kannski enn stórtækari, en það afsakar Trump ekkert. Kim Jong-un er áreiðanlega hinn mesti harðstjóri og morðingi í ofanálag. Það sæmir hinsvegar ekki Bandaríkjaforseta að vera að munnhöggvast við svoleiðis gerpi. Skil ekki af hverju Trump heldur að hann hafi betur í þeim leik sem Kim hefur iðkað lengi og er viðurkenndur snillingur í.

Mikið er spáð og spekúlerað í komandi kosningar. Einhverjir halda greinilega að BB sé eitthvað veikur fyrir núna. Sennilega kemst hann í gegnum þetta einsog hann hefur komist í gegnum alla skandala hingað til. Bíður bara með að segja nokkuð þangað til hann veit útí hörgul hvað aðrir hafa sagt og ætla að segja. Treystir svo á heppni sína og að Flokkurinn (með stóru effi) haldi áfram að éta úr lófa hans. Þ.e.a.s. allir nema Davíð, en hann er nú ekki marktækur lengur.

IMG 0942Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband