2642 - Svarolía og Irma

Stutt er síðan svartolían var allra meina bót. Nú er hún orðin stórhættuleg. Sama er að segja um hráolíuna. Einu sinni var hún hundódýr. Svo er ekki nú. Dieselbílum hefur samt fjölgað mikið. Sumir þeirra eru áberandi sparneytnir. Nú er meira áríðandi en áður að fækka þeim verulega. Við hjónin keyptum dieselbíl fyrir nokkru þ.e.a.s. áður en þeir urðu svona hættulegir. Hvernig ætli sé best að vera alltaf réttu megin við náttúru-strikið? Já, svo sannarlega má segja að það sé vandlifað í henni veröld. Og hvernig á að haga sér í ruslmálum? Ég bara spyr. Af því ég er alls ekki viss um það.

Á eftir Harvey kemur Irma. Það er eðlilegt samkvæmt stafrófsfræðum. Það sem hinsvegar er ekki eðlilegt er að fellibyljir fari sífellt stækkandi. Tjón af völdum Irmu gæti vel orðið mun meira en af Harvey. Var hann þó ekki neitt smápeð. Fjölskylda annarrar tengdadóttur minnar býr á Bahama-eyjum. Ekki er víst að þau fari með öllu varhluta af Irmu. Vindur sem ferðast með 70 til 80 metra hraða á sekúndu er ekkert gamanmál. Auðvitað er Florida þéttbýlla og fjömennara en Bahama-eyjar, en samt mættu íslenskir fjölmiðlar huga að öðrum hlutum heimskringlunnar en þeim sem Bandarískir eru.

IMG 1016Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband