20.8.2017 | 11:40
2635 - Stjórnmál
Eiginlega ætti alveg að vera hægt að blogga fjandann ráðalausan án þess að minnast á pólitík, hvað þá flokkspólitík. Samt er það svo að öll mál má gera pólitísk. Þar að auki hef ég a.m.k. um þessar mundir mikinn áhuga á bandarískri pólitík. Sérstaklega þó ýmsu sem snertir Trump hinn ógurlega. Auk þess á ég auðvelt með að telja sjálfum mér trú um að stjórnmál séu mikilvægustu mál allra tíma. Hversvegna það er á ég ekki gott með að útskýra. Þannig er það bara.
Ýmislegt sem snertir nýjustu tækni, bókmenntir, sagnfræði, fréttir, heimspeki, listir, verslun, skák, íþróttir og ýmislegt annað getur samt hæglega vakið áhuga minn, en það er samt í minna mæli en oft áður og á tónlist hef ég engan áhuga. Þessi áhugi minn á heimsstjórnmálum og þó sérlega bandarískum er ekki nýtilkominn. Man eftir því að á tímabili var ég áskrifandi að Time og hugsaði mikið um þessi mál. Íslensk stjórnmál hafa aldrei vakið áhuga minn á sama hátt. Helst af öllu vil ég sjá fyrir viðbrögð stjórnmálamanna og spá fyrir, með sjálfum mér, um þróun allskonar.
Ekki er þessi áhugi minn til vinsælda fallinn. Vinsældir nútildags hjá blaðamönnum og bloggurum allskonar koma einkum til ef menn eru nægilega stórorðir eða deila einkum því sem til vinsælda er fallið á fésbókarfjáranum. Séranir allskonar og læk finnst mér helsti gallinn á fésbókinni auk sífelldra breytinga. Þó er það um leið einn af helstu kostum hennar og með sérunum fær maður oft að vita um hluti sem annars færu framhjá manni. Stjórnmálaafskipti hverskonar leiða oft til nokkurra vinsælda. Einkum framboða allskonar. Sennilega er stærra hlutfall þjóðarinnar íslensku í framboði fyrir hina ýmsu flokka en gerist og gengur. Kannski eigum við Íslendingar enn eitt heimsmetið þar. Annað heimsmetið gæti verið í fjölda flokka. Allt er þetta miðað við fólksfjölda enda getum við sökum mannfæðar varla sett önnur heimsmet.
Kannski er ég með betri bloggurum hér á Íslandi í mínum aldursflokki. A.m.k. vex kíkjendafjöldi verulega hjá mér ef ég skrifa einhverja bölvaða dellu á vefinn hérna. Aldrei skipta þeir samt þúsundum sem leggjast svo lágt að lesa það sem ég skrifa. Ánægður er ég samt með mitt hlutskipti á þessum markaði. Ég tel mig hafa fundið upp þá aðferð að númera í áframhaldandi röð mín blogginnlegg og hef haldið því lengi áfram hér á Moggablogginu. Aðrir bloggarar eru sífellt að skipta um vettvang, en ekki hann ég. Auðvitað er þetta íhaldssemi og kannski eitthvað þaðan af verra, en ég er bara svona.
Af hverju eru allir hægri sinnar Breivikar og allir vinstri sinnar Múhameðstrúar? Ég bara spyr. Á vissan hátt er þetta flokkapólitíkin í dag. Ef þú samþykkir ekki allt sem ég segi ertu á móti mér. Og svo blandast trúmál og siðir í þetta á ófyrirséðan hátt. Best væri að vera laus við þetta alltsaman.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.