18.8.2017 | 12:48
2634 - Antifa
Eiginlega er dálitið erfitt að blogga núna án þess að minnast á Barcelona. Bergur Ebbi hefur þó sagt nóg um það mál fyrir mína parta í Fréttablaðinu í dag. Það hræðilega mál er varla hægt að minnast ógrátandi á.
Hvað er antifa? Veit það ekki nákvæmlega. Held að það séu einhverskonar samtök. Þó ekki skipulögð. Íslenska orðið sem e.t.v. nær þessu nokkurnvegin er aðgerðarsinni. Einkum eru það hægrisinnar sem nota þetta og kalla flesta sem þeim er illa við antifa. Held að það sé myndað úr orðunum anti og fascist. Semsagt einskonar andfasisti. Líklega er það mest notað í Bandaríkjunum. Kannski það sé það sem Trump kallar alt-left. Ekki eru allir þjóðernissinnar rasistar og ekki eru allir alþjóðasinnar antifa. Flestir alþjóðasinnar held ég aftur á móti að séu vinstrisinnar. Kannski væri réttara að kalla þessar andstæðu fylkingar einangrunarsinna og opingáttarmenn. Hægrimenn virðast flestir vera þjóðernissinnar og opingáttarmenn rekast illa í stjórnmálaflokkum. En nú er ég kominn út í pólitískar útskýringar og þar er ég ekki nógu sleipur.
Í USA er allt að verða vitlaust útaf einhverri styttu sem átti að taka niður. Hér á ísa köldu landi er aftur á móti rifist af miklum móð útaf einhverjum vegg sem var málaður. Er þetta sambærilegt? Kannski. Ríkisstjórnin eða a.m.k. BB er alltaf að reynda að líkjast stóra frænda fyrir vestan. Við erum samt, hvað mannfjölda snertir, aðeins um þúsundasti partur af bandaríska ríkjasambandinu.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins virðast álíta eða hafa álitið hingað til að þeir ættu meira sameiginlegt með Repúblikönum í Bandaríkjunum en Demókrötum. Svo er samt alls ekki. Samanborið við Evrópu eru Bandaríkjamenn til hægri við næstum allt í pólitík. Nasistar eru kannski til hægri við þá í sumu.
OK, Trump er a.m.k. mjög umdeildur forseti. Hvort það sé rétt að kalla hann öfgasinna eða jafnvel rasista leyfi ég öðrum að dæma um. Hægri sinnaður er hann. Á því er enginn vafi. Og kannski selebritysinnaður. Úr því að Trump gat unnið Hillary hefði sennilega hvaða repúblikani sem er getað það. Ekki var hægt að hrófla við henni frá vinstri. Það reyndi Sanders. Forseta Bandaríkjanna verður ekki komið frá nema með málsókn. Það tókst með Nixon, en mistókst með Clinton. Kannski verður það reynt núna. Efast samt um það.
Mér er sagt að Trump Bandaríkjaforseti sé að verða um það bil jafnóvinsæll í skoðanakönnunum og íslenska ríkisstjórnin. Er þá langt til jafnað. Held samt að pokinn margfrægi verði kyrr á sínum stað. Altsvo að enginn taki hann.
Verðlag á knattspyrnumönnum er hlægilegt og laun þeirra jafnvel líka. Annars eru þetta bara tölur á blaði og á meðan sauðheimskur almúginn heldur áfram að álíta fótbolta mikilvægari en allt annað þá er ástæðulaust að búast við breytingu. Brauð og leika sögðu Rómverjar forðum og höfðu sennilega rétt fyrir sér. Hér hættum við antisportistar, en á Bifröst forðum var ég talinn til þeirra.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.