2615 - Fólskuverk í fréttum

Hvers vegna eru flugslys og hryðjuverk svona mikið í fréttum? Í fyrsta lagi eru árásir á okkur Vesturlandabúa nær okkur en ef ráðist er á fólk mjög langt í burtu. Svipað má um allskonar slys segja. Einnig virðist skipta máli hve margir týna lífi. Líka held ég að það skipti máli að þarna er um fólk að ræða sem allsekki á að þurfa að búast við einhverju slíku. Saklausir borgarar eru oft drepnir í stríðsátökum og á þeim svæðum þar sem slíkt viðgengst, en það vekur enga séstaka athygli. Samt eru þau líf alveg jafn mikils virði og hin.

Ætla má að meðal takmarka hryðjuverkamanna sé að valda sem mestum ótta meðal almennra borgara. Sjálfsmorðsárásir eru ekki eins sjaldgæfar og stundum er af látið. Þær hafa tíðkast lengi, en eru að sjálfsögðu ekkert betri fyrir það. Fólk umber miklu síður núorðið en áður var að saklaust fólk sé drepið. Það er vel, en óþarfi er samt að afnema öll mannréttindi fjöldans vegna afbrota sárafárra manna. Nauðsynlegt er þó að lögreglan fylgist vel með sumum hópum og reyni að kæfa tilraunir til hryðjuverka í fæðingunni.

Hægri menn vilja afnema allt sem kalla má fjölþjóðamenningu og oft er grunnt á þjóðernisrembinginn hjá þeim. Þar með er alls ekki sagt að þeir séu verra fólk en almennt gerist. Stjórnmálahugsjónir villa mönnum oft sýn í þessu tilliti. Að vinstri menn vilji fyrir hvern mun að flóttamönnum sé sýnd ótakmörkuð virðing er alls ekki rétt. Viðurkenna ber að stundum leynast hryðjuverkamenn á meðal þeirra. Gamalgróin og þjóðernisleg viðhorf eru af ýmsum ástæðum ólíklegri til að hvetja til hryðjuverka, en þau nýju og umburðarlyndari. Svo virðist a.m.k. oft vera.

Ameríkanar eða amk. bandaríkjamenn kunna ekkert annað á íþróttasviðinu en hornabolta, höfðingaleik og körfubolta. Reyndar eru þeir nokkuð góðir í körfubolta og hann er spilaður víða um heim. Þrátt fyrir að fótbolti hafi verið leikinn í margar aldir og sé langvinsælasta íþrótt í heiminum hafa bandaríkjamenn frétt af honum alveg nýlega. Eiga að vísu langt í land með að teljast góðir í honum en eru að koma til.

Sennilega eru þeir sem vinna hjá ríkisútvarpinu óvenju ruglaðir í dag. Ekki hef ég hlustað meira á útvarpið en venjulega en sam verð ég að kvarta yfir þremur vitleysum hjá þeim. Þeir rugluðu saman Bretlandi og Frakklandi í fréttunum rétt áðan. Einnig sögðu þeir í dag að klukkan væri fimm þegar hún var þrjú og kölluðu daginn í dag fimmtudag þó dagatalið segi að það sé miðvikudagur.

IMG 1598Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

1: maður bítur hund er fréttaefni.

2: það sem gerist í húsinu við hliðina á þér er meiri frétt en það sem gerist í næsta bæ, hversu smálegt sem það er.

Það er útskýringin.  Best að vera ekkert að velta því meira fyrir sér ef maður hefur ekki áhuga.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.6.2017 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband