7.6.2017 | 20:51
2615 - Fólskuverk í fréttum
Hvers vegna eru flugslys og hryðjuverk svona mikið í fréttum? Í fyrsta lagi eru árásir á okkur Vesturlandabúa nær okkur en ef ráðist er á fólk mjög langt í burtu. Svipað má um allskonar slys segja. Einnig virðist skipta máli hve margir týna lífi. Líka held ég að það skipti máli að þarna er um fólk að ræða sem allsekki á að þurfa að búast við einhverju slíku. Saklausir borgarar eru oft drepnir í stríðsátökum og á þeim svæðum þar sem slíkt viðgengst, en það vekur enga séstaka athygli. Samt eru þau líf alveg jafn mikils virði og hin.
Ætla má að meðal takmarka hryðjuverkamanna sé að valda sem mestum ótta meðal almennra borgara. Sjálfsmorðsárásir eru ekki eins sjaldgæfar og stundum er af látið. Þær hafa tíðkast lengi, en eru að sjálfsögðu ekkert betri fyrir það. Fólk umber miklu síður núorðið en áður var að saklaust fólk sé drepið. Það er vel, en óþarfi er samt að afnema öll mannréttindi fjöldans vegna afbrota sárafárra manna. Nauðsynlegt er þó að lögreglan fylgist vel með sumum hópum og reyni að kæfa tilraunir til hryðjuverka í fæðingunni.
Hægri menn vilja afnema allt sem kalla má fjölþjóðamenningu og oft er grunnt á þjóðernisrembinginn hjá þeim. Þar með er alls ekki sagt að þeir séu verra fólk en almennt gerist. Stjórnmálahugsjónir villa mönnum oft sýn í þessu tilliti. Að vinstri menn vilji fyrir hvern mun að flóttamönnum sé sýnd ótakmörkuð virðing er alls ekki rétt. Viðurkenna ber að stundum leynast hryðjuverkamenn á meðal þeirra. Gamalgróin og þjóðernisleg viðhorf eru af ýmsum ástæðum ólíklegri til að hvetja til hryðjuverka, en þau nýju og umburðarlyndari. Svo virðist a.m.k. oft vera.
Ameríkanar eða amk. bandaríkjamenn kunna ekkert annað á íþróttasviðinu en hornabolta, höfðingaleik og körfubolta. Reyndar eru þeir nokkuð góðir í körfubolta og hann er spilaður víða um heim. Þrátt fyrir að fótbolti hafi verið leikinn í margar aldir og sé langvinsælasta íþrótt í heiminum hafa bandaríkjamenn frétt af honum alveg nýlega. Eiga að vísu langt í land með að teljast góðir í honum en eru að koma til.
Sennilega eru þeir sem vinna hjá ríkisútvarpinu óvenju ruglaðir í dag. Ekki hef ég hlustað meira á útvarpið en venjulega en sam verð ég að kvarta yfir þremur vitleysum hjá þeim. Þeir rugluðu saman Bretlandi og Frakklandi í fréttunum rétt áðan. Einnig sögðu þeir í dag að klukkan væri fimm þegar hún var þrjú og kölluðu daginn í dag fimmtudag þó dagatalið segi að það sé miðvikudagur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
1: maður bítur hund er fréttaefni.
2: það sem gerist í húsinu við hliðina á þér er meiri frétt en það sem gerist í næsta bæ, hversu smálegt sem það er.
Það er útskýringin. Best að vera ekkert að velta því meira fyrir sér ef maður hefur ekki áhuga.
Ásgrímur Hartmannsson, 7.6.2017 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.