5.6.2017 | 08:48
2614 - 50.000 x 4,800
Það er dálítið óþægilegt að vita að vel yfir 400 manns séu að lesa bloggin manns, eins og var í gær. Vinsamlega hættið þessum óskunda. Mér finnst alveg nóg að svona 30 til 50 manns séu að þessum fjára. Auðvitað eru þetta öfugmæli. Mér finnst þvert á móti mjög svo ánægjulegt að sem flestir lesi það sem ég skrifa. Af hverju þeir eru svona margir um þessar mundir hef ég ekki hugmynd um. Kannski er það fremur fátt sem heillar á Hvítasunnunni. Veðrið er samt alveg ágætt. Einnig tókst mér t.d. alveg í síðasta bloggi að komast hjá því að fjölyrða um Trump og sömuleiðis minntist ég ekkert á hryðjuverkin í London. Um þau má þó að sjálfsögðu margt segja.
Einhvers staðar sá ég því haldið fram að forgjöf sú sem Costco fékk, í æði því sem nú stendur yfir hér á landi, væri fimmtíu þúsund sinnum fjögur þúsund og átta hundruð. Það er samasem tvö hundruð og fjörutíu milljónir reiknast mér til. Veit þó ekki hvort þeir hafi selt 50 þúsund meðlimakort. Hugsanlega hefur það kostað þá meira en þetta að koma hingað enda held ég að þetta sé einskonar tilraunastarfsemi hjá þeim og að jafnvel sé ekki gert ráð fyrir að græða neitt á þessu. Heildaráhrif alls þessa þegar um fer að hægjast held ég að verði þau að íslenskar matvörukeðjur vandi sig aðeins meira, en þær virðast hafa gert fram að þessu. Einnig gætu Bónus og Krónan misst að einhverju marki viðskipti við smærri verslanir, mötuneyti og jafnvel fleiri.
Samkvæmt langri og ítarlegri frétt einhversstaðar tókst þeim í Costco að selja gíraffann sinn fræga þó líklega hafi ekki verið gert ráð fyrir að svo vitlaus Íslendingur væri til. Mjög margir skrifa athugasemd við þessa frétt og vilja greinilega vera taldir með þegar um þetta er rætt.
Ef ég skrifa ekkert um hryðjuverkin í London og Manchester gætu einhverjir haldið að mér stæði nákvæmlega á sama um þau. Svo er þó ekki. Hinsvegar finnst mér að nú þegar hafi svo mikið verið fjallað um þau að ekki sé á bætandi. Á sínum tíma óttuðust margir að Saddam Hússein gæti fundið upp á einhverju svona. Það reyndist ekki vera og ég sé ekkert sem bendir til þess að hryðjuverkamönnunum takist ætlunarverk sitt að þessu sinni. Með áherslu sinni á trúarbrögð í þessu sambandi sýnir öfgahægrið þó svolítil merki um að þetta gæti tekist. Satt að segja má alltaf búast við einhverju svona löguðu þegar stríðsaðili sér framá vonlausa stöðu.
Nú má segja að heldur fari fækkandi möguleikum Trumpista því ekki er annað að sjá en bilun sé að koma upp í þingliði repúblikanaflokksins. Hægristefna Trumps er þó allsekki eins óvinsæl í Bandaríkjunum og raunin virðist vera að sé í Evrópu. Áhugi minn á Bandarískum stjórnmálum hefur þó síst minnkað. Margt er þar mjög merkilegt. Samt held ég að Trump muni ekki reynast farsæll forseti. Til þess er hann alltof ógætinn og þar að auki notar hann Twitter í óhófi, sem bæði getur reyndar verið blessun og bölvun. Allavega er enginn vafi á því að hann bætir ekki ástandið í heiminum. Hugsanlega er einangrunarstefna hans upphafið á endalokum þúsundáraríkisins bandaríska.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.