2598 - Sól tér sortna

Kannski er heimsfriðnum hættara nú en undanfarið. Er ekki viss um að aukin áhersla Bandríkjanna á mátt sinn og megin verði til þess að öll önnur ríki lúffi fyrir þeim. Það athyglisverðasta sem ég sá nýlega og tengist óbeint þessu máli er að meðalhæð fólks í Suður-Kóreu sé u.þ.b. 5 cm. meiri en í Norður-Kóreu. Það ætti að vera vandræðalaust að tékka á þessu. Treysti mér samt ekki til að ganga úr skugga um hvort þetta sé rétt. Var þetta ef til vill bara dæmigerð anti-frétt.  

Nýliðnir Páskar (eða kannski óliðnir) eru búnir að vera ömurlegir. Það er nú samt engin nýjung, en til viðbótar öllu hinu sem maður var farinn að venjast erum við búin að vera lasin alla bænadagana og Páskana sjálfa og satt að segja hálf rotinpúruleg.

Ekki er heldur hægt að segja að heimsmálin (sem eru mitt aðaláhugamál þessa dagana) séu neitt falleg um þessar mundir. Eiginlega er það eina sem hægt er að segja í því tilfelli, að vandamálin sem við Íslendingar glímum við séu heldur fáfengileg miðað við það sem flestir aðrir þurfa að búa við.

Vaknaði snemma á Páskadagsmorgun og setti þetta á fésbókina. Er hún ekki helsta dagstimplunin nútildags?

Páskadagsmorgunn.
Klukkan ekki orðin sex.
Friðsældin ofar öllu.
Síminn segir að úti sé frost.
Veikindin að baki.
Veðrið fallegt.
Tunglið áðan engu líkt.
Mávarnir vappa um.
Sjá ekki dýrðina.
Láta samt eins og þeir skilji allt.

Einu sinni var til siðs að kalla svona lagaðan samsetning atomljóð. Þetta er sett saman eftir birtingu en samt fyrir sólarupprás. Þá er stundum eins og náttúran haldi niðri í sér andanum. Segi kannski ekki að sólin eyðileggi stemninguna, en næstum því. En þó það sé bara atomljóð og stuðlasetning ekki góð þá skal ég áfram kveða óð... o.s.frv.

Ein er spurning okkur frá
öllum ljóðavinum.
Hvaða munur er nú á
Atomskáldi og hinum?

Tek fram að ekki gerði ég þessa vísu, þó ég eigi það til að klambra saman vísum.

IMG 1713Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband