2597 - Guðbjartur Gunnarsson

Já, eiturvopnaárás er skelfileg. Jafnvel skelfilegri en hryðjuverkaárás með bíl. Eiginlega á Trump ekki þá viðurkenningu skilið sem hann að líkindum fær fyrir að senda þessar rándýru elflaugar í áttina að flugvellinum sem sagt er að eitrið hafi komið frá. Þessar eldflaugar kosta meira en eina milljón dollara hver og ameríski herinn borgar það verð með glöðu geði. 59 eldflaugar eru sagðar hafa verið sendar. 36 hittu víst flugvöllinn, en hann var samt notaður daginn eftir. Mér finnst þetta hálf ómarkviss hefndarráðstöfun.

Að hafa fengið teknar myndir af sér ásamt Margréti Thatcher er víst nokkurs virði. A.m.k. veifa þeir sem þær eiga eins t.d. Jón Kristinn Snæhólm og Hannes Hólmsteinn þeim óspart. Já og ekki má gleyma sjálfum Doddsson og kannski eru þeir fleiri. Man best eftir því að Mrs. Thatcher var í fyrstunni alltaf kölluð Mrs. Thatcher the milk snatcher. Held nefnilega að hún hafi byrjað sem sá ráðherra sem tók fyrir þann arf frá stríðsárunum að skólarnir gæfu öllum breskum börnum mjólk að drekka daglega. En nú er hún dauð og ekki verða teknar fleiri myndir með henni fyrir þá Íslendinga sem það vilja. Einhverjir held ég að séu þegar farnir að gorta af því að hafa tekið í spaðann á Trump. Verði þeim bara að góðu.

Ég er alveg sammála því að tölvurnar séu um það bil að eyðileggja það sem hingað til hefur verið kallað klassísk skák. Þ.e.a.s. skák þar sem umhugsunartími er sá hefðbundni fyrir langar skákir. Ef skákmenn eru nokkurn vegin jafngóðir þá snýst mest um að undirbúningurinn og að skákforritin séu nógu góð. Byrjanaþekking slær flestu við. Svindl í skák er líka að verða sífellt algengara, því tölvuforritin eru svo góð og fyrirferðarlítil. Allir geta komist uppá lag með að fá a.m.k. aðstoð frá þeim. Sívaxandi fjöldi þeirra sem það gera ber því vitni. Skákstjórar eru ekki öfundsverðir nútildags. Sennilega verður það vinsælasta í skákheiminum áður en yfir lýkur það sem áður fyrr voru kallaðar hraðskákir eða 5-10 mínútur á skák. Increment mætti þó nota.

„Súgfirðingur fer út í heim“ nefnist sjálfsævisaga sem nýlega er komin út hjá Vestfirska forlaginu. Hún er eftir Guðbjart þann Gunnarsson sem einu sinni útúr vandræðum var um eins vetar skeið hafður fyrir skólastjóra í  Hveragerði. Ekki ber hann Hvergerðingum vel söguna og þó ég hafi nú ekki nennt að lesa nema það sem hann skrifaði um þá, sýnist mér þetta vera ósköp venjuleg karlagrobbsaga og ekki mikið um hana að segja framyfir það. Lítið er að marka það sem hann segir um Hvergerðinga.

Einhver spurði á fésbók hvað HVA þýddi. Ég held að það þýði Heilsugæslustöð Vesturlands á Akranesi. Annars nota Íslendingar ekki mikið skammstafanir en Bandaríkjamenn gera mikið af því. T.d. var um daginn stórri sprengju varpað á skotmark í Afghanistan. Þessi sprengja hefur gælunafnið MOAB en það þýðir samt ekki Mother Of All Bombs eins og margir halda heldur: Massive Ordnance Air Blast ef einhver skyldi vera að velta því fyrir sér. Að vísu er þetta stærsta sprengja sem notuð hefur verið í hernaði en stærri eru samt til.

Um daginn horfði ég í sjónvarpinu á mynd um Kristbjörgu Kjeld og satt að segja kom mér á óvart hve víða hún hefur komið við. Og þó ég muni fyrst og fremst eftir henni úr 79 af stöðinni undir Gunnari Eyjólfssyni, annarsvegar og hinsvegar sem mamma Gógó úr samnefndri kvikmynd þar sem hún stendur uppi í klósetti og togar í örvæntingu í kassakeðjuna segir það í rauninni lítið um feril hennar.

Er búinn að vera veikur undanfarið og þessvegna hefur dregist mikið hjá mér að blogga. Samt sem áður er ég að hugsa um að setja þetta upp núna til að vera laus við það.

Einhver mynd.IMG 1720


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband