2559 - Nýtt ár og ýmislegt fleira

Ekki er annað að sjá en þeir Putin Rússlandskeisari og Donald Trump væntanlegur forseti Bandríkjanna ætli sér að endurvekja kalda stríðið. Ef nokkuð er að marka það sem Donald Trump segir núna má vel búast við nýju vopnakapphlaupi. Þó er ekki víst að það verði fyrst og fremst á milli rússa og bandaríkjamanna því kínverjar gætu sem hægast blandað sér í þau mál. Æðsti maður þar er okkur Vesturlandabúum ekki eins tamur á tungu og Putin, en enginn vafi er á að efnahagsveldi þeirra er sívaxandi.

Kannski verður kjarnorkuógnin endurvakin þó engir kæri sig í raun um það. Nóg er nú samt. Ef til vill og vonandi er samt alltof fljótt sem Trump er fordæmur að þessu leyti. Vel getur verið að sú nýja hugsun sem hann greinilega kemur með í hinn kapítalíska heim verði eftir allt saman til góðs.

Sósíalismi og kapítalismi verða að koma sér saman ef mannkyninu á að vegna vel. Auðvitað er það einföldun á vandamálum heimsins þegar þau er sett í þetta ljós en betra og þægilegra er að skilja ýmislegt er þekkt hugtök eru notuð.

Að sumu leyti eru þetta fyrstu raunverulegu fésbókarjólin mín. Viðkvæmni, mont, gáfulegar samræður, myndir og allt mögulegt blandast saman. Kannski er þetta allt til góðs. Gamli tíminn kemur aldrei aftur. Allir eru í armsfjarlægð. Einmanaleiki er allt öðruvísi en var.

Held að þetta hafi ég ætlað að setja upp einhverntíma um daginn. Semsagt á árinu 2016. Nú er aftur á móti komið árið 2017 og hér með nota ég tækifærið til að óska þeim fáu sem þetta lesa til hamingju með nýja árið. Kannski er ég búinn að því og kannski ekki. Hefðbundið áramótaávarp held ég að þetta sé samt ekki.

Man að ég hló einu sinni mikið að Bandarískum kvikmyndagerðarmönnum þegar ég sá að þeir höfðu gert Norður-Kóreumenn að aðalóvini USA í staðinn fyrir Rússa. Líklega hefur þetta verið rétt eftir að kalda stríðinu lauk. En Norður-Kóreumenn eru ekkert til að hlægja að. Þeir eru svona 25 milljónir eða fleiri og ógnarstjórnin þar er mikil og jafnvel meiri en í Sovétríkjunum og Kína, eftir því sem sagt er. Sennilega er það alveg rétt hjá Bandaríkjamönnum og þeim í Suður-Kóreu að þeir stefni að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranir eru búnir að semja um slíkt og segjast bara ætla að nota kjarorku í friðsamlegum tilgangi. Annars mætti vafalaust fjölyrða endalaust um heimsmálin og ég held að ég hafi ekkert minnst á Trump sjálfan hér á undan þó ég hefði kannski átt að gera það. Ekki er örgrannt um að sumir óttist að hann fari að skipta sér of mikið af heimsmálum. Það er jafnvel hægt að telja sér trú um að þau mundu versna við það. Völd hans innanlands eru talsvert takmörkuð. Gera má þó ráð fyrir að hægri stefna, að svo miklu leyti sem hægt er að nota það orð, fari vaxandi í USA og jafnvel víðar.

Jæja, nú tekur hverdagsleikinn við og áramótaheitunum aflokið. Brexit og Trump geta beðið dálítið. Panamaskjölin hafa valdið talsverðum breytingum, sem kannski eru engar breytingar í raun og veru. Sjáum til.

IMG 2420Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband