2533 - Trump

Nú er orðið svo langt síðan ég bloggaði síðast að ég neyðist eiginlega til þess að skrifa eitthvað. Kjöri Trump í Bandaríkjunum verður líklega að taka eins hverju öðru hundsbiti. Óþarfi að láta það hafa alltof mikil áhrif á sig. Vel er hugsanlegt að ýmislegt breytist í Bandaríkjunum og samskiptum þeirra við aðrar þjóðir. Vonandi samt ekki of mikið.

Mér leiðist fésbókin. Aldrei hagar hún sér eins og ég vil að hún hagi sér. Moggabloggið er betra. Það hagar sér alltaf eins. Ekki þessar sífelldu breytingar. Kannski fer ég samt einhverntíma að skrifa meira og jafnvel mikið á fésbókina, þó ég skilji hana stundum allsekki. Að mörgu leyti er það fljótlegra og hampaminna. Bloggið finnst mér samt að sumu leyti varanlegra og veita meiri tækifæri til umhugsunar. Veit ekki af hverju. Kannski er þetta misskilningur. En ég misskil hvort eð er svo margt að það gerir ekkert til.

Já, já. Ég vakti meira og minna yfir CBS-fréttunum á kosninganóttina. En mér finnst þetta svona eftirá, og sérstaklega úr því að Trump vann, vera svo ómerkilegt mál að ég ætla héðan í frá helst ekki að minnast á þetta alltsaman. Aðrir geta séð um það og gera áreiðanlega. Öfgakennd viðbrögð eru hættuleg. Mér finnst hann einkum hafa unnið á anti-establishment skoðunum sínum og þar eigi hann eitt og annað sameiginlegt með Brexit. Andstaða við ríkjandi stjórnvöld er mjög útbreidd um allan hinn vestræna heim og sú viðstöðulausa fjölmiðlun sem við eigum við að stríða núna er óhóflega neikvæð. Mér hugnast alls ekki margt af því sem Trump hefur sagt. Áreiðanlega hefði ég ekki kosið hann. Hverjir eru eiginlega hinir nytsömu og heimsku sakleysingjar? Annað finnst mér eftirtektarvert. Er virkilega ekkert að marka þessar blessuðu skoðanakannanir? Jú, jú allskonar afsakanir er hægt að finna, en það bjargar ekki neinu.

IMG 2993Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband