2521 - Kosningarnar nálgast

Auðvitað er ég nokkuð viss um að Hillary Clinton muni sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, en ég held hinsvegar að það anti-government sentiment eða sú óbeit á hefðbundnum stjórnmálum sem vart hefur orðið þar og víðar, t.d. hér á landi eigi eftir að skipta miklu máli í framtíðinni. Þrátt fyrir allt sýnist mér þó að þróunin stefni í þá átt að Bandaríkin muni halda áfram að sveigjast til vinstri og Evrópa til hægri. Að sumu leyti er ég að sjálfsögðu fastur í gamla kaldastríðshugsunarhættinum um tesuna og antitesuna eða kommúnisma og kapítalisma.

Þetta er að sjálfsögðu alveg á skjön við það sem sjá má og búast við í kosningum þeim sem verða hér á landi og í Bandaríkjunum fljótlega, en mér finnst engu að síður að þannig muni mál þróast á næstu árum og áratugum.

„The militant right“, í Bandaríkjunum mun valda því að sjónarmið sem hingað til hafa verið kennd fremur við Evrópu munu smám saman verða meira áberandi þar, svo öfugsnúið sem það er. Hins vegar er því ekki að leyna að andúð á hælisleitendum og flóttafólki virðist fara vaxandi í Evrópu.

Hér á landi bendir margt til þess að hinir hefðbundnu flokkar (nema Samfylkingin) muni halda sínu að mestu leyti. Þ.e.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki neinn 40% flokkur lengur og Framsókn 10% flokkur einsog að undanförnu. Helst má búast við því að Vinstri grænir (Kommúnistarnir) bæti við sig. Ekki er líklegt að Viðreisn skilji sig mikið frá Sjálfstæðisflokknum nema hvað snertir Evrópusambandsaðild. Píratar eru svolítið sér á parti.

Blóðbaðið í Aleppo og víðar má segja að stafi af því að við (vestrænir bankar, ríkisstjórnir og auðfélög) höfum stolið frá þeim, sem þar hírast, öllu sem stelanlegt er. Sama má auðvitað segja um gjörvallan þriðja heiminn svo kallaða. Að ætlast til að þau ríki sem við (ehemm) höfum arðrænt öldum saman fari í einu og öllu eftir þeim reglum sem sjálfsagðar virðast núna er reglulega óforskammað. Eftir að við höfum svotil eyðilagt veröldina viljum við sitja ein að auðlegðinni og halda þeim sem fátækari eru á sínum stað. Vitanlega eru til undantekninar á þessu og almenningur vill vera og er sennilega bæði góður og gjafmildur. Þeir sem nú vilja mæta hörmungum heimsins með góðvilja einum eru af þeim sem aðra heimspeki aðhyllast álitnir fávísir og auðtrúa, en munu samt sigra á endanum.

Stjórnmálaheimspeki af þessu tagi er mér töm. Þ.e.a.s. þegar ég tala við sjálfan mig. Mér finnst oft að annað fólk sé alls ekki á sömu bylgulengd og ég. Þessar afmörkuðu skoðanir sem oftast snúast um peninga og annað fólk, henta mér alls ekki. Fyrir mér er það langtíma þróun sem skiptir mestu máli. Hvort sú þróun er í átt til kapítalisma eða kommúnisma (vantar skiljanlegri isma.) finnst mér skipta mestu máli í stjórnmálum. Skil afar vel þá sem haldnir eru antipata á öllum stjórnmálum og trivial sannleika.

Urgara surgara urra rum.
Illt er vera í Flóanum.
Þambara vambara þeysings klið.
Þó er enn verra Ölfusið.

Þetta er mér sagt að Æri-Tobbi hafi kveðið. Get ekki að því gert að þetta þykir mér öndvegis skáldskapur. Kannski var það útaf þessu sem Hvergerðingar vildu á sinni tíð losna frá Ölfusinu. Nú er hinsvegar sameining í tísku og stjórnarfarslega er Árborg sennilega yfirborg þessa svæðis. Einu sinni var rígurinn á milli Hveragerðis og Selfoss samt næstum áþreifanlegur.

Einhver mynd.IMG 3134


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband