14.9.2016 | 22:34
2510 - Enn hugleiðingar um stjórnmál
Sannir stuðningsmenn stjórnmálaflokka eru oft mjög undrandi á því að andstæðingar þeirra skuli fá nokkur einustu atkvæði. Sú hissun veldur því meðal annars hve erfitt er að koma að raunverulegum umbótum. Samt tosast flest framávið.
Pólitískar hugleiðingar mínar hér á þessu bloggi eru sennilega ekki mikils virði. Íslensk stjórnmál eru nefnilega talsvert skrýtin. Ég er satt að segja svo fjarlægur þeim pólitísku átökum sem ég er stundum að skrifa um. Samt væri kannski hægt að nota það sem ég segi sem einhverskonar meðaltal af því sem venjulegir kjósendur velta fyrir sér.
Líklega kemur fram mótframboð við SDG á flokksþingi Framsóknar sem haldið verður 1. október. Hver leggur í þann slag er ekki vitað nú. Sjálfur held ég að það verði Eygló Harðardóttir. Sterkara yrði samt að það yrði annað hvort Sigurður Ingi eða Höskuldur Þórhallsson. Prófkjör Framsóknarmann í Norð-Austur kjördæmi getur hæglega ráðið því hvernig hlutir æxlast á flokksþinginu.
Mín spá um úrslit í kosningunum í októberlok er þannig að ég á von á að stærstu flokkarnir að þeim kosningum loknum verði Sjálfstæðisflokkur og Píratar, hvor flokkur um sig með nálægt 25% fylgi. VG verði með um það bil 15 prósent, en Samfylking, Framsókn og Viðreisn skipti á milli sín svona 25 prósentum og einhverjir þeirra flokka verði með um 10%. Aðrir flokkar (Björt framtíð, Dögun, Þjóðfylking og hugsanlega fleiri) skipti síðan á milli sín þeim tíu prósentum sem eftir eru. Ekki treysti ég mér til að spá neitt um þingmannfjölda hvers flokks og allsekki um ríkisstjórnarmyndun.
Eitthvað minnir mig að ég hafi verið að fjasa um loftárásir Bandaríkjamanna í síðasta bloggi og jafnframt minnst á Norður-Kóreu. Eftir því sem hið óformlega alþjóðasamfélag (sem líklega er stjórnað af G-20 hópnum eða Bilderbergsamtökunum) segir, er ekki annað að sjá en sú þjóð gangi ansi lagt í því efni að komast í Kjarnorkuklúbbinn. Þau lönd sem þar eru opinberlega fyrir (Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Indland, Pakistan og Kína) vilja ekki sjá þá þar. Veit samt ekki með vissu um Kína. Meðal óopinberra klúbbríkja má næstum örugglega telja Ísrael og hugsanlega miklu fleiri,
Einu sinni óttuðust menn kjarnorkuna óskaplega, en kannski er sá ótti á undanhaldi eftir því sem Hiroshima og Nagasaki fjarlægast okkur meira. Bandaríkin eru svo öflug sem raun ber vitni í krafti kjarnorkunnar og yfirburða skipulags á flestum sviðum. Annars er þar um margar þjóðir að ræða og í rauninni heila heimsálfu. Þessvegna er þeim svona illa við ESB. Brexit sýnir í mínum augum bara að hægt er að ganga úr því sambandi en ekki geta þjóðir gengið úr USA. Evrópuþjóðir eru líka miklu ólíkari innbyrðis en þjóðirnar í USA. Menning þar er sömuleiðis miklu eldri og heimóttarskapurinn er að mestu farinn af Bandaríkjamönnum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.