2510 - Enn hugleiðingar um stjórnmál

Sannir stuðningsmenn stjórnmálaflokka eru oft mjög undrandi á því að andstæðingar þeirra skuli fá nokkur einustu atkvæði. Sú hissun veldur því meðal annars hve erfitt er að koma að raunverulegum umbótum. Samt tosast flest framávið.

Pólitískar hugleiðingar mínar hér á þessu bloggi eru sennilega ekki mikils virði. Íslensk stjórnmál eru nefnilega talsvert skrýtin. Ég er satt að segja svo fjarlægur þeim pólitísku átökum sem ég er stundum að skrifa um. Samt væri kannski hægt að nota það sem ég segi sem einhverskonar meðaltal af því sem venjulegir kjósendur velta fyrir sér.

Líklega kemur fram mótframboð við SDG á flokksþingi Framsóknar sem haldið verður 1. október. Hver leggur í þann slag er ekki vitað nú. Sjálfur held ég að það verði Eygló Harðardóttir. Sterkara yrði samt að það yrði annað hvort Sigurður Ingi eða Höskuldur Þórhallsson. Prófkjör Framsóknarmann í Norð-Austur kjördæmi getur hæglega ráðið því hvernig hlutir æxlast á flokksþinginu.

Mín spá um úrslit í kosningunum í októberlok er þannig að ég á von á að stærstu flokkarnir að þeim kosningum loknum verði Sjálfstæðisflokkur og Píratar, hvor flokkur um sig með nálægt 25% fylgi. VG verði með um það bil 15 prósent, en Samfylking, Framsókn og Viðreisn skipti á milli sín svona 25 prósentum og einhverjir þeirra flokka verði með um 10%. Aðrir flokkar (Björt framtíð, Dögun, Þjóðfylking og hugsanlega fleiri) skipti síðan á milli sín þeim tíu prósentum sem eftir eru. Ekki treysti ég mér til að spá neitt um þingmannfjölda hvers flokks og allsekki um ríkisstjórnarmyndun.

Eitthvað minnir mig að ég hafi verið að fjasa um loftárásir Bandaríkjamanna í síðasta bloggi og jafnframt minnst á Norður-Kóreu. Eftir því sem hið óformlega alþjóðasamfélag (sem líklega er stjórnað af G-20 hópnum eða Bilderbergsamtökunum) segir, er ekki annað að sjá en sú þjóð gangi ansi lagt í því efni að komast í Kjarnorkuklúbbinn. Þau lönd sem þar eru opinberlega fyrir (Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Indland, Pakistan og Kína) vilja ekki sjá þá þar. Veit samt ekki með vissu um Kína. Meðal óopinberra klúbbríkja má næstum örugglega telja Ísrael og hugsanlega miklu fleiri,

Einu sinni óttuðust menn kjarnorkuna óskaplega, en kannski er sá ótti á undanhaldi eftir því sem Hiroshima og Nagasaki fjarlægast okkur meira. Bandaríkin eru svo öflug sem raun ber vitni í krafti kjarnorkunnar og yfirburða skipulags á flestum sviðum. Annars er þar um margar þjóðir að ræða og í rauninni heila heimsálfu. Þessvegna er þeim svona illa við ESB. Brexit sýnir í mínum augum bara að hægt er að ganga úr því sambandi en ekki geta þjóðir gengið úr USA. Evrópuþjóðir eru líka miklu ólíkari innbyrðis en þjóðirnar í USA. Menning þar er sömuleiðis miklu eldri og heimóttarskapurinn er að mestu farinn af Bandaríkjamönnum.

IMG 3538Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband