9.9.2016 | 14:57
2509 - Pókemon stjórnmál
Man vel að ég heyrði í fyrsta skipti hinn vinsæla og algenga frasa, um að við mannkynið ættum ekki jörðina heldur að við séum með hana að láni frá afkomendum okkar, hjá Maríönnu Friðjónsdóttur. Þá var hún sennilega að flytja ræðu á vegum Alþýðuflokksins sem í þá daga var til siðs að kalla krata.
Einhversstaðar las ég eða heyrði að meðalævi flestra þjóða hefði lengst um svona þrjá mánuði á ári, undanfarin ár. Sennilega nær maður samt ekki í skottið á sjálfum sér með því móti. Ef hinsvegar meðalævin mundi lengjast um svona 2 ár á ári þá gæti maður kannski gert sér vonir um það. Eða er ég að misskilja þetta alltsaman? Ódauðleiki er sennilega ágætur fyrir mann sjálfan, en ef hann væri reglan er ég hræddur um að ýmislegt væri öðruvísi. Kannski væri að litlu að keppa og a.m.k. mundi eftirlaunaaldurinn breytast talsvert. Hér á Íslandi geta þeir sem nýfæddir eru nú, a.m.k. gert sér vonir um að verða svona rúmlega 100 ára.
Í Svíþjóð held ég að sé bær sem heitir Eskilstuna. Áður fyrr setti ég þetta í samband við heljarmiklu stunu, en nú sé ég að þetta gæti eins verið samsetning úr orðinu eskil (sem vel gæti verið mannsnafn) og tuna (sem alveg gæti þýtt staður eða e-ð þess háttar) og þarmeð verður þetta strax mun skiljanlegra. Eigi má sköpum renna segir máltækið. Það skildi ég áður fyrr (oftast viljandi) nokkuð dónalegum skilningi. Þannig er það með margt. Við skiljum hlutina með okkar skilningi, sem stundum er hinn mesti misskilningur.
Spilafíkn er að líkindum mikið vandamál. Einhver hefur t.d. farið í mál við ríkið fyrir að leyfa fjáröflun með þessum hætti. Sennilega tapar hann málinu. Alþingismenn eru ekki mikið fyrir að viðurkenna eigin mistök og gagnvart ný-yrðum eins og happdrættisvélum glúpna þeir gjarnan. Staðreynd er samt sem áður að t.d. alkóhólismi og eiturlyfjaneysla eru til muna fínni sjúkdómar en spilafíkn.
Kannski er Sjálfstæðisflokkurinn á útleið úr íslenskum stjórnmálum. Margir hefðu eflaust fremur búist við því af Framsóknarflokknum. En kannski er hann með níu líf eins og kötturinn. Nýir flokkar spretta upp eins og mý á mykjuskán. Flestir (nema kannski Píratar) deyja þeir drottni sínum fljótlega.
Margt bendir til þess að meiri órói sé í íslenskum stjórnmálum nú en oft áður. Sennilega erum við fyrst núna að jafna okkur svolítið á hruninu. Kosningarnar í októberlok gætu vel orðið sögulegar. A.m.k. er ekki annað að sjá en miklar breytingar verði á þingliðinu. Margir virðast hafa hug á að auka áhrif sín án þess að fara á þing. En eins og Kári segir þá er Þorgerður Katrín búin að hanna nýja byrjun fyrir sig og kannski verður það Viðreisnarflokknum til bjargar. Annars finnst mér nafn þess flokks næstum eins misheppnað og Píratanna. Sjálfur er ég að hugsa um að stofa Pókemon-flokk.
Það er auðvelt að gagnrýna Bandaríkin fyrir að varpa sprengjum hist og her. Sýrland, Írak, Líbýa, Jemen, Sómalía og Afghanistan og íbúar þar verða að meira eða minna leyti að gera ráð fyrir lofárásum frá mesta herveldi Jarðarinnar. Samt er það svo að kjarnorkutilraunir Norður-Kóreumanna eru hætttulegri okkar vestræna friði og jafnvel heimsfriðnum en þær.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.