2506 - Houdini

Þegar ég unglingur eða krakki sem var víst um miðja síðustu öld, las ég og átti af einhverjum ástæðum ævisögu Houdinis. Þessi ævisaga er mér ákaflega minnisstæð og ekki er ég frá því að andúð mín á hverskonar miðlum og hjátrú sé frá þeirri bók komin. Þessvegna var það sem ég fór (alveg óvart) að horfa á sjónvarpið eftir fréttirnar síðastliðið sunnudagskvöld. Auðvitað hafa verið gerðar fjölmargar kvikmyndir um meistara Houdini. Held að þessi miniseria sem nú er verið að sýna hjá RUV sé fremur nýleg. Ekki fannst mér samt sögunni vera fylgt nema að litlu leyti en kannski lagast það í seinni hlutanum. Sem ég hef reyndar ekki hugmynd um hvenær verður sýndur. Ekkert var minnst á miðla í þessum fyrri hluta, heldur eingöngu töfrabrögð, undankomuleiðir, njósnir og þess háttar og ef ekki verður minnst á handanheimsandstöðu hans heldur í seinni hlutanum missi ég alla trú á þessari mynd, sem þó virðist vera fremur vönduð að allri gerð.

Frægðin er ekki alltaf dans á rósum. Lítið bara á Ryan Lochte. Svolítið frægur Bandarískur sundmaður, en svo varð hann bara frægur að endemum, og það útá lítilsháttar skreyti, sem hefði verið lítið mál hjá flestum öðrum. Eða hvað er ekki hægt að segja um Hope Solo, Tiger Woods, Mariu Sharapovu, Rondu Rousey og Lance Armstrong?. Með einu vanhugsuðu kommenti getur frægðarsólin hnigið til viðar eins og t.d. hjá Hope Solo. Úps. Er þetta allt saman íþróttafólk? Ætli það gildi ekki líka um aðra? Kannski hættir Kim Jong Un eða Justin Bieber allt í einu að vera frægir. Hvað veit ég. Gjörsamlega ófrægur maðurinn. Er ekki Paris Hilton öllum gleymd?

Sunnudaginn 26. september verða væntanlega fyrstu kappræðurnar milli frambjóðendanna í Bandarísku forsetakosningunum. Þar fá þeir einir aðgang sem fá meira en 15% atkvæða í skoðanakönnunum. Það er ekki alveg öruggt að það verði bara Donald Trump og Hillary Clinton sem þar eigast við. Nýjasta skoðanakönnunin segir að Clinton hafi 43% Trump 38% Gary Johnson 11% og Jill Stein 3%. Johnson er nú sagður róa að því öllum árum að komast upp í 15%. Annars er það furða hve mikla athygli forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vekja núna hérna á Íslandi. Ekki veit ég gjörla hvað veldur, en pólitískur áhugi virðist fara vaxandi útaf hverju sem það er. Kannski er það Internetið sem þessu veldur.

Man eftir að á sinni tíð var ég í svokölluðum kvikmyndaklúbbi á Bifröst. Man líka að einhverntíma sýndum við kvikmynd (frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna) um sjónvarpseinvígi þeirra Kennedys og Nixons (1960) og ekki þótti það merkileg kvikmynd. Samt var það sjónvarpseinvígi á margan hátt athyglisvert og áhugi minn á Bandarískum stjórnmálum hefur aldrei sofnað alveg síðan þá.

IMG 4096Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband