2503 - Charles Ponzi

Eitthvað fór nú myndbirtingin í handaskolum hjá mér í síðasta bloggi. Sennilega hef ég bara gleymt að stækka hana. Lesendur ættu alveg að geta það sjálfir. Minnir að þetta sé gömul mynd. Þær nýjustu set ég fremur á fésbókina núorðið.

Nú eru Ólympíuleikarnir blessunarlega afstaðnir svo aftur er hægt að snúa sér að jarðskjálftum og annarri óáran. Hvað mig snertir er eftirminnilegasta atvikið frá nýafstöðnum Ólympíuleikum úrslitin í 400 metra hlaupi kvenna þar sem Bahamastúlkan Shaunae Miller kastaði sér fram til að vinna bandarísku stúlkuna Allyson Felix og auðvitað var Jamaicamaðurinn Bolt eftirminnilegur en við því var að búast. Þetta með Bahamastúlkuna kann að vera vegna þess að tengdadóttir mín er frá Bahamaeyjum. Þó Bahamabúar séu álíka margir og Íslendingar eru amerísk áhrif þar ennþá meiri en hér.

Mikið er þessa dagana rætt um slæman aðbúnað í íslenskum flugvélum. Í öllu því fjaðrafoki sem af þessu hefur sprottið hefur ekki mér vitanlega verið minnst á aumingja farþegana. Þeir mega svosem sitja í eiturlofti og allskonar án þess að nokkur hafi áhyggjur af því. Annars er mér nær að halda að meira sé úr þessu gert en efni standa til.

Þegar ég var ungur var til eitthvað sem hét alþjóðlegt svarmerki. Já, menn skrifðuðu raunverulega bréf og settu þau í póst eftir að hafa greitt burðargjald. Ekki er mér kunnugt um að neinir aðrir en bankar og aðrar stofnanir viðhafi þessa aðferð nútildags. Maður að nafni Charles Ponzi sá að með því að nota sér þessi svokölluðu alþjóðlegu svarmerki mátti græða fé. Með því að kaupa þau þar sem burðargjald var lágt, en selja þau síðan þar sem burðargjald var hátt mátti auka hagnað. Þegar aðferðin þróaðist hjá Ponza þurfti ekki frímerki eða svarmerki til og nóg var að millifæra peningana. Með þessu móti er Ponzi talinn hafa grætt allt að 20 milljónum dollara, sem auðvitað eru smápeningar samanborðið við nútímasvindl. Þetta gerðist víst um 1920 og fjármálasvindl er síðan gjarnan kennt við Ponza greyið.

IMG 4272Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband