2501 - Jæja, nú verða kosningar á morgun

Jæja, nú verða kosningar á morgun. Ætli það sé ekki þetta sem Bjarni er að stefna að? Það væri nú ekki ónýtt, ef hann gæti verið eini maðurinn sem vissi (svona viku) fyrirfram að kosningar mundu verða. Öllum öðrum yrði haldið í óvissu um þetta atriði. Sem auðvitað er smáatriði í samanburði við öll málin sem ljúka á.

Einfaldasta skýringin á stóra kosningadagsetningarmálinu er sú að stjórnarandstaðan hafi einfaldlega látið Bjarna Ben. snúa á sig. Með því að lofa kosningum var hann að kaupa sér frið frá stjórnarandstöðinni. Ekki á ég von á því að endirinn verði í líkingu við það sem ég boðaði í byrjun þessa bloggs. Samt sem áður er Bjarni þarna með ágætis vopn í höndunum.

Sá áðan á randi mínu um bæinn skilti nokkurt hvar á stóð. „Stillholt“. Þá varð þetta til:

Í Stillholti eru stillur miklar
og stillt er allt sem stilla þarf.
Stilltir jafnvel stærðarhnyklar
svo stilliþörfin mikla hvarf.

Sumir mundu kalla þetta vísukorn. En ég geri það ekki. Þó þarna séu bæði rím og stuðlar þá eru þeir á tilviljanakenndum og jafnvel vitlausum stöðum. Ég mundi fremur vilja kalla þetta samsetning. Hrynjandina er hægt að ráða við og þá bjargast talsvert mikið. Annars er það afar misjafnt hvað verður mér að yrkisefni. Þetta er nú samt með því ómerkilegasta.

Nú er verslunarmannahelgin um garð gengin og farið að halla sumri. Enginn var drepinn og fáum nauðgað svo vel var sloppið. Annars er þessi þjóðhátíðarsótt farin að nálgast hámarkið. Satt að segja er engin hemja hvernig fólk hagar sér. Eru allir orðnir vitlausir, eða hvað? Já, já sumir hafa alltaf allt á hornum sér, en er það ekki svolítið spes að fréttirnar frá þessari svokölluðu þjóðhátíð snúist bara um það hve mörgum er nauðgað?

Eiginlega er ég orðinn hundleiður á þessari sífelldu bloggsótt, en samt get ég ekki hætt. Hvað ætti ég svosem þá að gera? Ekki get ég stofnað netmiðil bara sisvona. Sumir virðast þó geta það. Eða halda að þeir geti það. Bara fá einhverja til að lofa að skrifa öðru hvoru og presto. Miðillinn er kominn. Er þetta virkilega svona einfalt? Sumir mundu segja að Kjarninn og Stundin séu orðnir aldraðir miðlar. Sumir lesa þá samt sem áður. Þessvegna eru þeir netmiðlar en vafasamt er með hina alla.

IMG 4354Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband