2499 - Verslunarmannahelgin

Hverjir græða á útihátíðum? Nú, auðvitað þeir sem halda þær. Litlu máli skiptir hvort lögreglan stígur dansinn með fjölmiðlunum eða ekki. Þeir sem halda hátíðina og örva menn sem mest þeir mega til áfengisneyslu hljóta að bera einhverja ábyrgð á þeim nauðgunum og öðrum afbrotum sem framin eru. Þetta á ekkert síður við um þjóðhátíðina svokölluðu í Vestmannaeyjum um verslunarmannhelgina en aðrar útisamkomur. Í orði kveðnu eru allir á móti ofbeldi, en samt sem áður eiga sem allra flestir að vera vel fullir því þá eyða þeir mestu.

Undarlegt er að hlusta á fréttir þessa dagana. Allir fordæma sjúkrahúsið sem einhverjir Hollendingar hugsuðu sér að reisa í Mosfellsbæ. Fáir virðast gera sér grein fyrir að sennilega er ekkert að marka þetta. Sá sem gerði einhverskonar samning við bæjarstjórann þar fór sennilega illa með pappír, en vafasamt er að hann hafi gert nokkuð annað af sér. Engin ástæða er til að ætla að einhverntíma rísi sjúkrahús þarna.

Veðrið er óvenju gott núna. Venjulega er það allsekki svona gott um verslunarmannahelgina. Lítið er um að vera hérna á Akranesi eins og sennilega víðast hvar í þéttbýli á landinu. Allir vilja fara í ferðalög um þessa helgi og skemmta sér sem mest. Skemmtunin er kannski svolítið grá og blaut hjá sumum, en um það þýðir ekki að fást. Dagskipunin er að skemmta sér sem mest. Helst undir drep. Já, ég er kominn á þann aldur að mér finnst skipulagðar útiskemmtanir ekki spennandi. Vel má þó sleikja sólskinið þar ekki síður en annars staðar. Gróðri hefur víðast hvar farið stórlega fram. Tré og runnar eru út um allt þó sauðkindin hafi með nagdýrshætti sínum tafið þá framrás eftir mætti.

Ekki er hægt að segja svo skilið við verslunarmannhelgina að ekki sé minnst á umferðina. Viðvarnir lögreglu og annarra eru hvað fastasti liðurinn í verslunarmannafuglabjarginu. Fréttir í sjónvarpi og útvarpi snúast að mestu um það hve mörgum hafi verið nauðgað á tilteknum útihátíðum, hve mikið af fíkniefnum hafi verið gert upptækt og hvernig umferðin hafi gengið. Alltaf sami söngurinn. Ekki einu sinni með tilbrigðum.

IMG 4843Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband