2479 - Um trosnaða taugaenda og ýmislegt fleira

Um eitt get ég örugglega aldrei orðið sammála þeim æstustu í stjórnarskármálinu og það er að þjóðin sé búin að samþykkja endanlega að taka í gagnið stjórnarskárdrög þau sem „svokallað“ stjórnlagaþing sendi frá sér og samþykkti einróma. Jafnvel þó þau stjórnarskárdrög yrðu samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu er ég ekki sannfærður um að rétt væri að skipta. Hinsvegar er það umdeilanlegt hvort alþingi (með litlum staf) eigi að hafa úrslitavald í því efni. Vel mætti hugsa sér sérstaka bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mikilvæga mál. Allsekki er fullvíst að öll ákvæði nýju stjórnarskrárinnar séu svo þaulhugsuð að ekki verði um bætt. Sú gamla er hinsvegar bæði óljóst og illa samin og bráðliggur á talsverðum endurbótum á henni. Ekki liggur þó í augum uppi hvernig halda skuli á þessu máli. Líklegast er að ekkert gerist þessu tengt á yfirstandandi kjörtímabili. Hvort sem það verður þrjú eða fjögur ár.

Trosnaðir taugaendar. Af hverju fylgja ellinni hægari hreyfingar? Skil það ekki almennilega. Velti ýmsum læknisfræðilegum spurningum fyrir mér. Læknar geta ekkert ráðið í þessháttar. Allra best er að vera ómenntaður með öllu. Samkvæmt munnmælum gefst það afar vel. Eiginlega ættu allar hreyfingar að verða hraðari með aldrinum. Æfingin vex og reynslan segir til sín. Er það ekki þannig? Einhvers staðar las ég að DNA-keðjan yrði lélegri í endann eftir því sem frumuskiptum fjölgaði, en hvernig vita þær að þær séu gamlar? Og af hverju geta þær ekki alltaf verði eins og nýjar? Ekki gengur þetta alveg upp hjá mér svo kannski er bara best að halda sig við trosnaða taugaenda. Ellin lætur samt ekki að sér hæða. Frumurnar hætta kannski að tala saman. Hvernig skyldi þetta frumumál eiginlega vera?

Einn aðalgallinn við fésbókina er að þar geta allir stofnað allskonar síður útum allar jarðir og gera það svikalaust. Svo hætta menn að sinna þessu eða nenna því ekki. Stundum hefur maður ekki neina hugmynd um yfir hverju er verið að óskapast þegar maður fær áríðandi tilkynningu. Tilkynningarnar eru stundum svo margar að maður hefur enga möguleika á að skoða þær allar. Gleymir jafnvel hversvegna í ósköpunum maður var að flækast á fésbókinnni. Svo virðast sumir halda að þetta sé upphaf og endir alls. Tala jafnvel um Internetið sem heild en eiga þá bara við fésbókarræfilinn. Og svo framvegis. Og svo framvegis.

Líklega er það bráðóhollt að skrifa svona mikið á bloggið (og fésbókina) eins og ég geri. Sennilega væri bara best að hætta þessu með öllu. Helstu áhyggjurnar sem maður hefur varðandi slíkar hættu-hugsanir eru þær að þá mundu margir halda að maður væri steindauður. Hversvegna var maður þá að byrja á þessum fjára? Og er það ekki bara allt í lagi? Ég meina að sumir haldi að maður sé steindauður. Þeir fylgjast bara ekki nógu vel með. Og hvað með það? Nógu erfitt er að fylgjast með því hvaða frægðarfólk deyr. Svona hugsa ég stundum í endalausa hringi.

IMG 1531Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það getur verið umdeilanlegt, hvort Alþingi ætti að hafa úrslitavald um breytingu á stjórarskránni. Hins vegar segir í stjórnarskránni að svo sé og ekki gert ráð fyrir að aðrir breyti henni. Alþingi hefur ákvörðun um stjórnarskrá í hendi sér, hvað sem úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu liði og hefur ekki leyfi til að afsala sér þeirri skyldu.

Það vantar t.d. i stjórnarskrána, hver hefur endanlegt úrskurðarvald um hvort stjórnarskráin var brotin, hvaða viðurlög eru við stjórnarskrárbroti og hvernig á að koma ríkisstjórn sem brotið hefur stjórnarskrána frá.

Aðalsteinn GFeirsson 8.6.2016 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband