2477 - Bjarni konungur Íslands

Í mínum huga er lítill vafi á því að Bjarni Benediksson er á margan hátt valdamesti maður landsins. Hann virðist ráða því sem hann vill og margt bendir til að svokallaður forsætisráðherra í vasa hans í þeim málum sem Bjarni vill beita sér. Margt styður þessa skoðun mína sem varð að vissu þegar þeir fóstbræður Sigurður og hann stóðu í stiganum í alþingishúsinu og töluðu við pöpulinn.

Líklega er það einn mesti sigur Bjarna á hans stjónmálaferli þegar honum tókst að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson til að fallast á það á Laugarvatni, eða í einhverjum sumarbústað, að mynda ríkisstjórn með sér. Þó Sigmundur fengi að vera forsætis var eiginlega enginn vafi á því þegar og ef í baksýnisspegilinn er horft að Bjarni hafði alla þræði í hendi sér. Hugsanlega hafa þeir ekki einu sinni rætt um þingrofsheimild en Bjarni talið sig vissan um að ÓRG hefði sama skilning og hann á því máli.

Sigmundur hefur líklega talið að hann hefði þingrofsheimildina því venjulega hefur hún annaðhvort fylgt forsætisráðherraembættinu eða sérstaklega verið um hana samið. En eins og flestir Íslendingar ættu að vita er Ólafur Ragnar Grímsson enginn venjulegur forseti og þessvegna tók hann ekkert mark á því þó SDG hótaði þingrofi.

Eftir núverandi forsetakosningar er áreiðanlegt að Davíð Oddsson verður óskaðlegur með öllu. Þó hefur það verið svo hingað til að hann er sá maður sem Bjarni konungur hefur óttast hvað mest. Allsekki er víst að neinar kosningar verði næsta haust. Bjarni notar þetta bara sem hótun við stjórnarandstöðuna. „Ef þið verðið ekki þæg og hlýðin samþykkjum við aldrei að hafa kosningar í haust“.

Líkur eru samt á því að hann beygi sig fyrir hótun um að gera alþingi óstarfhæft með málþófi. Í því sambandi er vel hugsanlegt að strax í haust komi til kasta Guðna í forsetaembættinu.

Kannski er bara best að setja þetta strax á bloggið áður en það verður úrelt.

IMG 1339Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg

Ég kaus ekki þessa ríkisstjórn og þess vegna refsa þessir menn mér ekkert því það er í samræmi við virka skilyrðingu. Ef ég kýs stjórnarflokkanna, þá verður mér refsað fyrir það. 

Icelandic Media Corporation - Íslenskt Vefblogg, 3.6.2016 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband