19.5.2016 | 14:10
2469 - Um Júlíus Vífil og ýmislegt fleira
Nú um stundir virðist það vera Hringbraut sem er einkum á milli tannanna á fólki. Gallinn við alla fjölmiðlun er sá að um leið og viðkomandi miðill verður vinsæll (sem skeður) eru peningaöflin komin og farin að krukka í hann. Farsælast er að treysta RUV-inu hvað sem framsóknarmenn segja. Þeir sem þar eru öðlast smám saman þykkan skráp og þó þau séu aðvitað rekin eins og annað fólk, þá tekur oftast lengri tíma að losna við þau.
Ég sagði eitthvað um Hringbraut hérna áðan, en auðvitað er það ennþá frekar Júlíus Vífill Ingvarsson sem er einkum á milli tannanna á fólki einmitt núna. Hringbrautlingar ráku að vísu Björn Þorláksson, sennilega fyrir of harkalega vinstrimennsku, og hann sættir sig illa við það. Annars er það mál í þann veginn að verða of gamalt til að tala um. Mál Hönnu G. Sigurðardóttur, sem ég ræddi reyndar einu sinni við, er orðið alltof gamalt.
Annars er það einn helsti gallinn á þessum fésbókartímum, sem öllum ber saman um að eru óttaleg trunta, hve hraðinn á öllu er orðinn mikill. Maður hefur ekki tíma til að hneykslast á einu þá er komið nýtt hneykslunarefni. Meira að segja Borgunarmálið, sem er ansi stórt, hefði horfið í gleymskunnar dá ef ekki hefði verið fyrir fáeina alþingismenn. Eins slæmir og þeir oftast eru.
Fækkun fæðinga er alvörumál. Sama er að segja um fjölda þeirra sem flytja frá landinu. Eflaust eru margar skýringar á þessum málum. Að ekki sé vitað neitt um eða skýrslur til um þá sem flytja frá landinu er sömuleiðis alvarlegt mál. Fæðingum fækkar áreiðanlega vegna þess að ungu fólki finnst erfiðara að lifa en áður. Fæðingarorlof gæti skipt máli hér. Ef það eru einkum sérfræðingar og vel menntað fólk sem flytur í burtu frá landinu gæti það þýtt að afkoman hér á landi sé ekki eins góð og af er látið. Vitanlega hafði Hrunið og atvinnuleysið í kjölfar þess sitt að segja, en eftir því sem sagt er ætti það ekki að virka lengur.
Einn er sá maður sem hefur ásakað mig um að stinga sig í bakið (í óeiginlegri merkingu þó). Það er hann Villi í Köben. Hann heitir reyndar Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson og vinnur að ég held hjá póstþjónustunni í Kaupmannahöfn. Mér finnst hann orðljótur með afbrigðum og hann sér gyðingahatara í hverju horni. Held hann sé lærður fornleifafræðingur og hann langar greinilega til að vera álitinn merkur sagnfræðingur en sennilega er hann fullfljótfær og síonískur í hugsun til þess. Kvartar stundum við mig undan því að ég minnist á hann án þess að sérstakt tilefni sé til. Hann er Moggabloggari eins og ég og ekki veit ég betur en að það sem hann skrifar sé talsvert lesið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Varðandi það mál, sem þú nefnir og snýr annars vegar að fækkun fæðinga og hins vegar að flótta menntafólks úr landi, þá er að mínu mati þar talsverður áhrifavaldur að störfum fyrir fólk með menntun hefur ekki fjölgað hér á landi síðustu ár. Heldur fækkað ef eitthvað er, því hagræðing t.d. í fjármálakerfinu hefur frekar orðið til þess að fækka störfum fyrir menntaða einstaklinga. Nýsköpun hefur lítil orðið enda fátt gert af hinu opinbera til að hlúa að henni, sem og verður fjarlægð landsins frá mörkuðum sem skipta máli til þess að fólk með góðar hugmyndir býr þeim frekar á fæturna erlendis en hér. Hér hefur aukning starfa fyrst og fremst verið í láglaunastörfum eins og ferðaþjónustu. Svo má ekki gleyma því að víða, eins og til dæmis í framkvæmdum, er hyllst til að fá starfsfólk með milligöngu erlendra verktaka og starfsmannaleiga, þar sem hægt er að komast af með kjör og aðbúnað starfsfólks, sem fólk hér og á Norðurlöndunum myndi aldrei sætta sig við. Eykst þetta frekar en hitt.
Ellismellur 19.5.2016 kl. 15:58
skemtileg skrif ! he he he
Erla Magna Alexandersdóttir, 19.5.2016 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.