17.5.2016 | 16:34
2467 - Björgvin Bjarnason
Man að Bjöggi bróðir, sem er fæddur árið 1949 og þessvegna farinn að eldast svolítið, spurði mig einhverju sinni til hvers þetta C væri eiginlega í stafrófinu. Á að nota það ef maður segir að kettinum sé kalt? Man vel að hann notaði einmitt þetta dæmi. Man líka að mér þótti jafnvel merkilegra að hann skyldi sýna þessa umhyggju fyrir kettinum en að hann skyldi vera að velta þessu fyrir sér með c-ið. Ég er einum sjö árum eldri en Björgvin og hef á þessum tíma verið kominn mun lengra í skólanum en hann, sem líklega hefur verið að hefja skólanám þá. Einhver var að velta því fyrir sér á málræktarsíðu á fésbók hvort skrifa ætti ð eingöngu eða eð í setningunni: Hvort eð er. Sennilega hefur það minnt mig á kattasöguna og Björgvin. Já það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Satt að segja nota ég ekkert twitter og instagram einfaldlega vegna þess að ég kann ekkert á þau forrit. Facebook nota ég talsvert en tel mér trú um að twitter sé aðallega fyrir þá sem vilja fylgjast mjög vel með því sem er að gerast á hverjum tíma og geti bara tekið við stuttum setningum. Sjálfur er ég fremur langorður þó ég reyni að vera það ekki. Instagram veit ég varla hvað er, en held þó að það sé fyrst og fremst forrit til þess að skiptast á myndum. Svo eru unglingarnir með Snapchat og þessháttar en það hentar mér áreiðanlega ekki.
Í fyrndinni þ.e.a.s. á síðustu öld þá tók ég svolítinn þátt í tölvubyltingunni sem þá var að skella á. Flestir álitu þann áhuga vera til marks um sérvitringshátt en það var ekki svo að öllu leyti. Til dæmis áttu menn erfitt með að trúa því um 1990 að hægt væri að tefla við hvern sem er hvar sem væri í heiminum. Sumir vissu þó að svokallað Internet væri til og hægt væri að skrifa bréf og senda með tölvum hvert sem er. Sniglapóstur var þó ráðandi. Sumir sem áttu tölvur tengdust þó svokölluðum BBS-um gegnum síma. Pétur á Kópaskeri þekkir þó alla þessa sögu mun betur.
Ein af ástæðum þess að bankarhrunið hér var eins alvarlegt og raun bar vitni var að ekki var um neinn aðskilnað að ræða á venjulegri gamaldags bankaþjónustu og fjárfestingarbankastarfsemi. Þetta þýddi að bankar í einkaeigu gátu notað allt sinn innlánsfé í einskonar lottospil. Ef illa færi væru a.m.k. innlán tryggð af ríkisstjórninni. Talað hefur verið um að aðskilja venjulega bankaþjónustu og fjárfestingarbanka, en ekki hefur orðið neitt úr þeim framkvæmdum. Ef og þegar bankarnir verða seldir geta menn því eins og áður reiknað með einskonar ríkisábyrgð á happdrættiseyðslu sinni og háum launum.
Já, já. Við hjónin keyptum okkur flatskjá fyrir hrun en teljum okkur samt ekki bera meiri ábyrgð á Hruninu en hverjir aðrir Íslendingar. A.m.k. minni en þeir sem hömuðust við að koma því skipulagi á sem stuðlaði að Hruninu. Auðvitað er hægt að segja að auðvelt sé að vera vitur eftirá og ekki dugi að eyða allri sinni orku í að finna sökudólga. Traust til stjórnvalda er samt mun betra en ótti. Virðingin fyrir þeim hefur samt hér á landi oftast verið talsvert óttablandin. Ef eitthvað verulega slæmt kæmi uppá eru stjórnvöld, hvort sem er hér á landi eða erlendis, óttalega vanbúin.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.