14.5.2016 | 11:04
2465 - Frambjóðendur í úrvali
Það er einkennilegt að utankjörstaðaatkvæðagreiðsla sé hafin þó framboðsfrestur sé ekki liðinn í forsetakosningunum. Og eftir því sem Sturla Jónsson sagði um daginn mátti heldur ekki skila meðmælendalistum fyrr en eftir einhvern ákveðinn tíma. Sennilega eiga margir eftir að gera það. Gott ef það er ekki fjölmiðlunum mest að kenna að mögulegir frambjóðendur séu svona margir. Sumir er alls ekki í þessu af neinni alvöru.
Sennilega stafar þetta af því að sérlög eru um framboðsfresti og önnur lög um kosningar almennt. Hringlandaháttur stjórnvalda er stundum grátlegur.
Annars eru þessar forsetakosningar sem yfirvofandi eru í júní næstkomandi að breytast í eitt allsherjar sjónarspil. Eins og staðan er núna virðist mér að alvöruframbjóðendur séu í mesta lagi fjórir og kannski hætta þeir allir við. Hvað gera Danir þá?
Auðvitað geldur alþingi þessa. Þar er rætt um alvörumál (a.m.k. í nefndum að sögn) Ef lög stangast á er þinginu gjarnan kennt um. Satt að segja er ekki hægt að ætlast til að þingmenn hafi á hraðbergi og þekki út í hörgul öll þau lög sem samþykkt hafa verið. Þeir sem vinna í ráðuneytunum ættu að vita þetta. Þeir hafa hvort eð er hrifsað til sín nær öll völd. Ráðherraræflarnir gera fátt annað en afsaka þessa ábyrgðarlausu starfsmenn. Mér dettur sífellt í hug bresku sjónvarpsþættirnir sem hétu að mig minnir: Já, ráðherra.
Held að stuðingsmenn Guðna Th. ætti að vara sig á Davíð Oddssyni, þó munurinn á þeim virðist mikill núna. Davíð hefur oft háð kosningabaráttu áður og veit uppá hár hvaða meðulum er heppilegast að beita. Auk þess er hann með vel smurða áróðursvél, en Guðni sennilega ekki. Sem stuðningsmaður Guðna Th. vara ég þá sem hann styðja við því að vanmeta Davíð Oddsson. Þó flokkapólitík og afstaða til ESB eigi ekki að skipta máli í þessu sambandi gerir hún það áreiðanlega. Vinstri menn, margir hverjir, munu áreiðanlega kjósa Andra Snæ og óánægja með núverandi ríkisstjórn getur dreifst víða.
Satt að segja sakna ég þess að heyra ekki meira frá stuðningsmönnum Guðna því þeir hljóta að vera fjölmargir. Davíð Oddsson hefur alveg sérstakt Trump-lag á því að koma sér í fjölmiðla. Þó netmiðlarnir og ríkisútvarpið virðist heldur andsnúin Davíð af ýmsum ástæðum verða menn að gæta þess að Internetið og fésbókin eru ekki upphaf og endir alls. Sumir kunna alls ekki að meta þessa nýmóðins tækni allasaman og ef þeir sameinast í andstöðu sinni geta þeir sem hægast haft mikil áhrif.
Nú er u.þ.b. mánuður til forsetakosninganna. Sá tími mun mörgum finnast fljótur að líða. Kosningabaráttan verður að miklu leyti háð í fjölmiðlum og á netinu. Samt mega frambjóðendur ekki alveg gleyma því að gamaldags vinnubrögð og ferðalög kunna að hafa talsverð áhrif líka.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Nú þurfum við að fá þá vel kynntu Herdísi Þorgeirsdóttur í forsetaframboð. Það er ekki of seint fyrir hana að stíga fram.
Hún er svo strangheiðarleg og vel gerð, sú ágæta kona. Við þurfum svona kristaltæran heiðarleika.
Orðspor þjóðarinnar verður ekki betra en fólkið sem stendur í tryggri, undirbyggðri og traustri brúnni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2016 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.