2461 - Davíð fjórtándi

Ekki entist sú spá mín lengi að Davíð Oddsson mundi ekki bjóða sig fram til forseta.

Ég hef í hyggju að kjósa Guðna Th. í komandi forsetakosningum. Vonandi berjast Davíð og ÓRG um sama fylgið. Það er að segja fylgi þeirra sem engu vilja breyta. Guðni mun aftur á móti fyrst og fremst berjast við Andra Snæ og ég held að hann sigri þar en Davíð og ÓRG verði fyrir neðan þá.

Aftur á móti er ég ansi hræddur um að þingkosningarnar sem væntanlega verða í haust geti skilað mjög snúinni niðurstöðu. Sumarið verður samt spennandi pólitískt séð. Sú ríkisstjórn sem hugsanlega tekur við eftir kosningarnar í haust er ekki öfundsverð. Hætt er við að hún sitji ekki mjög lengi. Hugsanlega hefur ÓRG rétt fyrir sér að því leyti að ansi snúin staða gæti komið upp eftir næstu þingkosningar. Hann er samt ekki eini maðurinn sem gæti greitt úr þeirri flækju. Ég treysti Guðna Th. alveg til þess. Þjóðaratkvæðagreiðslur þurfa að geta átt sér stað eftir fleiri leiðum en þeirri einu sem nú er til staðar og GTJ hefur opnað á þann möguleika.

Heldur finnst mér sú afsökun þynnkuleg sem ÓRG kom með eftir langa umhugsun. Hann segist hafa misskilið þá spurningu sem lögð var fyrir hann af fréttamanni CNN. Annað hvort er hann óvenju heimskur eða hraðlyginn. Ég fer ekkert ofan af þessari skoðun minni þó um sé að ræða forseta lýðveldisins sem ég hafi átt þátt í að koma til valda árið 1996.

Framboð Davíðs kemur sem blaut tuska framaní marga en satt að segja er hann með alla sína pólitísku fortíð ekki sá sem þjóðin vonast eftir í þetta embætti. Eflaust verður Davíð með öllu samþykkur Ólafi Ragnari um að núverandi stjórnarskrá sé bara skrambi góð. Sú held ég að sé ekki skoðun þjóðarinnar og útfrá þeirri skoðun er spádómur minn hér á undan. Verst að það skuli yfirleitt vera lítið að marka mína spádóma.

Já, já. Það er erfitt að varast stjórnmálin þessa dagana. Sumarið held ég að verði sögulegt. Jafnvel gæti komið hitabylgja.

Einhver mynd.WP 20150803 10 13 33 Pro


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú veizt það væntanlega, ágæti Sæmundur, að Guðni Th. hefði að eigin sögn ekki treyst sér til að segja NEI við Icesave-samningum og hefði því ekki beitt málskotsréttinum. Þar með hefði þjóðin farið á mis við að fá að segja NEI, og þar með hefði málið aldrei unnizt í EFTA-réttinum, sjá nánar um allt þetta HÉR!

Þar með hefðum við nú þegar verið búin að tapa (1) ærunni í alþjóða-samfélaginu, sem hin "seka" þjóð -- en EFTA-dómstóllinn hreinsaði okkur af þeirri meintu sök -- og (2) tapað um 80 óendurkræfum milljörðum króna nú þegar í einbera vexti af Buchheit-samkomulaginu og það í erlendum gjaldeyri! (en EFTA-dómstóllinn lagði enga greiðsluskyldu á okkur né sekt, jafnvel ekki málskostnað, enda var frekjukrafa Breta og Hollendinga ólögvarin!).

Svo snýst þetta ekki aðeins um eitthvert sögulegt atriði liðinna ára, Sæmundur, heldur líka um sjálfan málskotsréttinn eða synjunarvaldið og ekki sízt hvort sitjandi forseti hafi næga einurð í sér til að beita því valdi og gefa þjóðinni úrslitaáhrif, þó að þingmeirihluti hafi samþykkt mál. Það er ekki nóg, að forseti sé ljúfur maður og vinsæll, hann þarf líka að geta axlað það að taka af karlmennsku á málum í vörn fyrir landsréttindi og þjóðarhag.

Jón Valur Jensson, 8.5.2016 kl. 13:23

2 Smámynd: Már Elíson

Alveg sama hvað bullukollurinn Jón Valur þvælist um, DO var að slá út hefndarspilum til að fella ÓRG, veit sem er, að hann vinnur þessar kosningar ekki. Ætlaði/ætlar sér hugsanlega ekki að vinna þær, heimskari en ég hélt að átta sig ekki á því að með þessum fávitahætti styrkti hann Guðna Th svo um munaði. - Hann (DO) er svo siðblidur og sjálfumglaður, að halda það að þjóðin sem hann sveik og hefur troðið á í gegnum feril sinn með græðgisglampa og gerræði, átti sig ekki á hversu illa hann er gerður, uppfullan af hroka, hefndarþorsta, langrækni og illkvittni. - Svo getur svokallaður JVJ hér að ofan velt sér upp úr hvar þetta fellur að boðorðum guðar hans, en hugsanlega sér JVJ það ekki heldur. 

Már Elíson, 8.5.2016 kl. 17:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ósköp er þetta nú heimskulegt að ímynda sér, að Davíð Oddsson hugsi með þessum fávíslega hætti og kunni ekki fótum sínum forráð.

En Mál þessi Elíson (væntanlega ekkert skyldur heiðursmanninum heitnum með líku nafni) ætti ekki að reisa sér hurðarás um öxl. Hitt færi honum betur að byrja á því að læra betur beygingar í íslenzku máli, meðan hann hefur ekkert annað betra að gera.

Jón Valur Jensson, 10.5.2016 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband