2455 - The nasty effect

Getur verið að það herði andstæðinga vinstri elíturnar hér á landi, ef þeim finnst stjórnmálaleg gagnrýni hennar fara yfir strikið? Bandaríkjamenn kalla slíkt gjarnan „the nasty effect“ og hafa einkum velt því fyrir sér hvort það skýri vinsældir Donalds Trump að einhverju leyti.

Af hverju er alltaf talað um „fuglasöng“ og „mávagarg“? Einnig er mér ekki grunlaust um að oftar sé talað um „svanasöng“ en „álftagarg“. Á margan hátt eru þetta ágæt dæmi um blæbrigði málsins. Eitthvað væri að þeim mönnum sem töluðu um „mávasöng og svanagarg“. Kannski það væru bara útlendingar. Annars er það einmitt útlendingahatrið sem ég ætlaði mér að tala um hér og nú.

Á Íslandi þykir ekki fínt að vera framsóknarmaður. Þó eru þeir einna fremstir í þjóðar-rembingnum. Af hverju í ósköpunum hefur enginn stjórnmálaflokkur tekið fordómafulla fólkið, flóttamannahatarana og hælisleitanda-andstæðingana upp á sína arma? Ef miðað er við hin Norðurlöndin ætti að vera hægt að fá a.m.k. 10 til 15 prósent atkvæða með því einu að höfða til þessa fjölmenna hóps.

Ekki eru Íslendingar betri en aðrir. Flokkakerfið er bara öðruvísi. Þessi hópur hefur lent utangarðs. Nú hillir samt undir að framsóknarflokkurinn reyni að helga sér þetta fólk og þannig að fara nærri því að halda kjörfylgi sínu þó forsætisráðherra þeirra hafi hrökklast frá völdum.

Þó allir séu í raun sammála um að hægri og vinstri séu úrelt skilgreiningaratriði get ég eiginlega ekki leynt því að með þessu er ég fyrst og fremst að tala um últra-hægrið. Er það vegna þess að ég vilji gjarnan teljast til vinstri elítunnar? Kannski er það svo. A.m.k. hugnast mér ekki boðskapur sjálfstæðisflokksins. Mér finnst ég alltaf sjá í gegnum áróður þeirra glitta í ríka fólkið og hjól atvinnulífsins. Mér finnst jafnvel að „eitthvað annað“ sé skárra en „stóriðjudraumurinn“ og álvera-aðdáunin.

Annars finnst mér þetta nógu stór skammtur um stjórnmála ástandið í bili svo ég ætla að reyna að snúa mér að einhverju öðru. Á bara svo erfitt með það. Kannski er það vegna „ólgutímanna“ sem Ólafur Ragnar talar um. Eða er það bara vegna vegna þess að ég vil gjarnan teljast til „góða fólksins“, sem ekki ætti að vera svo erfitt að verja.

Nú er ég að verða búinn með skammtinn minn og segja má að hann hafi eingöngu verið speglasjónir um stjórnmálaástandið. Kannski er það svona skrítið um þessar mundir eða ég orðinn svona hallur undir það. Finn a.m.k. ekkert annað til að skrifa um. Og svo eru myndirnar víst búnar. Ég held að ég hafi gleymt að geta þess að ef myndirnar mínar þykja óskýrar, má prófa að klikka á þær og stækka þær svolítið.

IMG 2311Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband