10.4.2016 | 22:53
2446 - Stjórnarskráin og Hefner
Það er þetta með stjórnarskrána. Eiginlega er ég fylgjandi því að sætta mig við lítið því meira sé ekki hægt að fá í bili. Þó þessi hungurlús sé í boði Árna Páls finnst mér ekki rétt að fúlsa við henni. Við höfum sætt okkur við og komist af með stórgallaða stjórnarskrá allar götur frá því við vorum konungsríki og höfðum ekki aðra þjóðhöfðingja en Danska kónga. Ekki er þar með sagt að réttast sé að fara í fýlu og heimta annað hvort allt eða ekkert. Þjóðaratkvæðagreiðslur hljóta að vera til bóta. Nema við álítum fólk vera fífl og fíflin fleiri en þá sem með fullu viti eru.
Margt er í nýju stjórnarskárdrögunum sem horfir til bóta. Engin ástæða er samt til að flana að neinu. Ekki er með réttu hægt að segja að búið sé að samþykkja þá nýju þó þjóðin hafi með svolitlum semingi samþykkt að leggja þau drög sem fyrir lágu til grundvallar nýrri. Það er líka með ólíkindum að halda því fram að stjórnarskrár þurfi að samþykkja með öllum eða nánast öllum greiddum atkvæðum. Svo er alls ekki. Viss atriði í þeirri nýju eru samt alveg ótvírætt til bóta og í samræmi við þjóðarvilja. Fjölyrði þó ekkert um þau né gallana á þeirri gömlu. Kannski verðum við nefnilega að sætta okkur við hana alllengi enn.
Skilst að það sé klofningur innan Pírata varðandi þetta atriði og held endilega að Birgitta sé ekki sammála Helga Hrafni. Get samt ómögulega munað hvorum hópnum hvort um sig fylgir. Held að það skipti samt engu máli. Treysti nefnilega alveg Valgerði í þessu efni þó ég kjósi líklega Píratan næst eins og síðast.
Vilmundi heitnum Gylfasyni er eignuð setningin: Löglegt en siðlaust. Kannski heldur sú setning minningu hans lengur á lofti en margt annað. Ótrúlegt er að enn virðast íslenskir ráðamenn ekki skilja þessa setningu. Segja má að það hafi komið berlega í ljós í nýafstöðnu ríkisstjórnarævintýri. Að minnsta kosti skilja Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson hana alls ekki á sama hátt og flestir aðrir.
Hugh Hefner er víst að verða níræður. Einu sinni las maður Playboy með mikilli áfergju, en nú held ég að bæði það blað og eigandinn séu að verða dálítið úrelt. Kannski er ég það líka með mín 73 ár á bakinu. Hefner virðist samt ekkert vera að smíða sér stakk eftir vexti eða láta deigan síga. Hvernig sem þetta síðasta spakmæli er nú skilið eða misskilið.
Ríkisstjórnarskiptin eru um garð gengin og engum greiði gerður með því að fjölyrða meira um þau. Samt mundi ég gjarnan vilja vita hvenær ég fái að kjósa.
Annars er Sigmundur greyið bara smápeð. Framámenn á Íslandi hafa yfirleitt komist til valda með þjófnuðum og svikum, annaðhvort sínum eigin eða nákominna skyldmenna. Það vita allir. Sigmundur hefur kannski ekkert stolið meira en aðrir. Hann er bara mun vitlausari. Hefur ekki einu sinni vit á að vera í samskonar skóm á báðum fótum. Hvað þá að fela peningana sína almennilega.
Reynum nú að taka hlutina með almennilegum vettlingatökum, eins og sagt var um árið.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.