2444 - Sigurður Ingi

„Það er erfitt að eiga peninga á Íslandi“, sagði maðurinn og meinti sennilega að það væri erfitt að eiga mikla peninga og tíma ekki að borga sinn réttláta hluta til samfélagsins. Mér finnst ekkert erfitt að eiga peninga. Enda á ég ekki mikið af þeim. Ásamt konu minni á ég íbúðina sem við búum í og sæmilega nýlegan bíl. Ekki einu sinni bankainnistæður sem neinu nema og hvað þá Tortólapeninga. Tekjurnar eru aðeins rúmlega það sem Tryggingastofunin skammtar eins og skít úr hnefa. Það sem framyfir er eru eingöngu eftirlaun sem náðst hefur að skrapa saman á langri ævi. Skattskjólseignir er svo sannarlega sífellt að verða erfiðara og erfiðara að eiga. Tala nú ekki um ef samtímis er reynt að telja fólki trú um að svart sé hvítt og öfugt. Eiginlega er það bara gott. Til hvers að hafa fyrir því að fela peningana sína í skattaskjóli ef það er ekki til neins?

Einu sinni var það svo að flytja þurfti lögheimili sitt (og er kannski enn) til að sleppa við háa skatta. Þannig voru frægir menn eins og t.d. Björn Borg á sínum tíma með lögheimili í Monaco af því að skattar voru lægri þar en í Svíþjóð. Líklega er svo langt síðan þetta var að Tortólatískan hafi ekki verið farin að tröllríða öllu. Og kannski voru menn ekki fyrirtæki þá. Annars vilja fæstir borga háa skatta. Jafnvel ekki vinstri menn. Þorvaldur í Síld og Fisk var undantekningin. En hann fékk nú líka alla matarafganga frá hernum gefins, ef ég man rétt.

Sennilega er það að blogga eitt af því fáa sem ég kann. Verst hvað fáir vita af því. Þó get ég ekki kvartað undan lesleysi. Það virðist vera sama hvaða vitleysu ég set á bloggið mitt. Einhverjir lesa það alltaf. Segir tölvan. Og henni verð ég víst að trúa.

„Já, en hann byrjaði.“ Svona taka krakkar oft til orða. Donald Trump gerði það líka í sjónvarpsþætti þar sem hann var skammaður fyrir að dreifa ófagurri mynd af konu mótframbóðanda síns. Satt að segja sæmir það alls ekki forsetaframbjóðanda að taka svona til orða, enda leist þáttarstjórnandanum ekkert á þetta. Skömminni skárra hefði verið fyrir Donald að kenna einhverjum öðrum um. Það eru stjórnmálamenn af hans sauðahúsi vanir að gera.

Þó mikið hafi gengið á í íslenskum stjórnmálum undanfarið hef ég líka haldið áfram að fylgjast með Tromparanum sjálfum. Það sem hér fer á eftir er grein um Donald Trump sem er allsekki lofsöngur um hann. Þessi grein er nokkuð löng en nokkuð góð líka og ég ráðlegg öllum að lesa hana. Auðvitað er hún á ensku.

http://www.msn.com/en-us/news/us/donald-trump-is-the-pinnacle-of-american-stupidity-why-his-campaign-consummates-decades-of-rising-anti-intellectualism/ar-BBripws

WP 20160312 09 41 40 ProFyrir börnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband