3.3.2016 | 13:52
2430 - Setið við sama borð
Auðvitað skrifa ég bara um það sem mér finnst merkilegt. Mörg eru þau mál sem ofarlega eru á baugi í fréttamiðlum en ég minnist ekki á. Það væri raunverulega að æra óstöðugan að ætlast til þess að ég kommentaði á allt sem kemst í fréttirnar. Sumir virðast reyndar gera það, en ég treysti mér ekki til þess. Verð bara að viðurkenna að ég hef ekki vit á öllum hlutum.
Undanfarið hef ég bloggað flesta daga. Ætli ég fari ekki að hætta því. Vitanlega kemur fyrir að ég blogga einhverja bölvaða vitleysu. Það gerir samt ekki mikið til. Ef maður bloggar eins mikið og ég geri fer ekki hjá því að finna megi allskyns vitleysur og misskilning. Þó held ég að ekki sé meira um það hjá mér en öðrum. Vonandi minna.
Dreymdi um daginn að ég væri staddur í Árbænum. Nánar tiltekið á Rofabæ. Þar var ég gangandi á gangstéttinni og búinn að ákveða að taka strætó þar, en gekk af einhverjum ástæðum, sem ég skil allsekki sjálfur, framhjá stoppistöðinni, en sneri þó við þegar vagninn gerði sig líklegan til að fara aftur af stað. Mér tókst að ná taki á hurðinni og hékk á henni þó hún væri lokuð. Vagnstjórinn opnaði dyrnar og átti greinilega von á að ég kæmist þá inn. Ég gat samt ekki náð jafnvægi án þess að sleppa takinu fyrst. Um leið og ég sleppti því datt ég ofan á gólf og vaknaði við það.
Sennilega hef ég skrifað áður um þetta sem hér fer á eftir, en góð vísa er aldrei of oft kveðin, eða þannig. Var að kíkja í Boðnarmjöðinn á fésbókinni áðan svo það er engin furða þó vísur rifjist upp fyrir mér. Sléttubandavísur hef ég nokkrar gert. Ein var svona:
Sléttubandavísa var
valin hér í bréfið.
Gettu hvaða vísu var
vígorð þetta gefið.
Að vísu er endarímið fremur ófullkomið. Þetta var í ljóðabréfi þar sem ferskeytla þurfti allt. (Ágætis æfing) Svo þurfti ég náttúrlega að útskýra þetta allt saman í sérstakri vísu. En sleppum því.
Álfurstunum hefur orðið tíðrætt um að fá að sitja við sama borð og aðrir. En sitja þeir við sama borð og aðrir landsmenn þegar að orkukostnaði kemur? Held ekki. Og örugglega sitja þeir ekki við sama borð og réttir og sléttir hafnarverkamenn þegar launin eru ákveðin, nema verkamenn þar hafi nokkrar milljónir í kaup á mánuði, sem ég efast um.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Maður getur líka lesið vitlaust,var að tönglast hér á "Álfur stunum", minnir á þegar þulur gömlu Gufunnar lásu ístruflanir,sem ístru flanir.Góðar stundir.
Helga Kristjánsdóttir, 3.3.2016 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.