2419 - Fyrir 20 árum

Áriđ 1987 tapađi breski skákmeistarinn David Levy fyrir tölvunni Deep Thougth. Slíkt ţótti ţá meira en lítiđ í frásögur fćrandi ţví ţetta var í fyrsta sinn sem skáktölva sigrađi alvöru skákmeistara. Levy hefur áreiđanlega ekki grunađ ađ áđur en áratugur vćri liđinn mundi skáktölva sigra sjálfan heimsmeistarann í skák. Deep Thougth var samt á margan hátt fyrirrennari Deep Blue tölvunnar og ţađ var einmitt hún sem í febrúar áriđ 1996 sigrađi Garry Kasparov ţáverandi heimsmeistara í skák.

Vitanlega var ţetta afar minnisstćđur atburđur í skáksögunni. Á sinn hátt sambćrilegur viđ einvígi aldarinnar sem haldiđ var hér í Laugardalshöllinni áriđ 1972. Deep Blue var ađ sjálfsögđu mikiđ bákn og gat skođađ yfir 100 milljón skákstöđur á sekúndu og ţađ liđu ţónokkuđ mörg ár ţar til slíkt tölvuafl var almenningi ađgengilegt á skaplegu verđi. Nú er ţađ aftur á móti viđurkennt ađ tölvur standa stórmeisturum miklu framar í skák ef ţćr hafa viđunandi forrit til ađ styđjast viđ.

IBM forritararnir sem stýrđu Deep Blue sögđu međal annars um tölvuna Deep Thought áriđ 1990: „Hún sér langt en tekur eftir litlu, man allt en lćrir ekkert, leikur ekki alvarlega af sér en getur fremur lítiđ.“ Međ talsverđum breytingum tókst ţeim samt ađ smíđa tölvu sem sigrađi sjálfan heimsmeistarann og fáir skákmeistarar hafa viljađ tefla viđ tölvur síđan.

Ađ vísu var ţađ ekki fyrr en áriđ eftir (1997) sem skáktölvunni Deep Blue tókst ađ sigra Garry Kasparov í einvígi ţar sem honum tókst ađ ađ hefna sín áriđ 1996.

Áriđ 2016 verđur áreiđanlega merkilegt í Bandaríkjunum pólitískt séđ. Forsetakosningar verđa ţar í haust og alveg er hugsanlegt ađ frambjóđendur stóru flokkanna verđi Donald Trump og Bernie Sanders. Ef svo fer er ég ansi hrćddur um ađ Donald vinni. Ástćđurnar eru margar. 1) Donald er ríkur. 2) Bandaríkjamenn eru fremur hćgri sinnađir. 3) Ţađ er nánast hefđ ađ flokkarnir skiptist á um ađ eiga forseta. 4) Eins og víđa annars stađar er valda- og auđstéttin óvinsćl í Bandaríkjunum. 5) Međalaldur fólks fer hćkkandi og ţó unga fólkiđ flykki sér um Sanders er ekki víst ađ ţađ dugi til. 6) Forsetar úr Demókrataflokknum eru oft ađgerđalitlir og sennilega vilja íbúar Bandaríkjanna einmitt núna ađgerđir og einangrun.

Ţađ eru ekki bara börn sem fyrir einelti verđa. Kennarar verđa ţađ stundum líka. Dettur í hug ađ séra Helgi hafi á margan hátt orđiđ fyrir einelti af hendi nemenda sinna. Međal annars held ég ađ ţađ hafi veriđ vegna ţess hve meinlaus og óáreitinn hann var. Man t.d. eftir ţví ađ einhverntíma tóku stóru strákarnir í unglingaskólanum sig til og báru jeppann hans í burtu. Einhverju sinni tókum viđ okkur saman nćstum öll í mínum bekk og mćttum ekki í tíma til hans fyrr en eftir dúk og disk. Veđriđ var nefnilega svo gott. Mörg fleiri dćmi mćtti eflaust tína til. Af einhverjum dularfullum ástćđum er ég farinn ađ muna sífellt meira úr ćsku minni og uppvexti en áđur. Dagligdags og rútínuađgerđir nútímans man ég aftur á móti sífellt verr.

WP 20160129 10 36 06 ProÍţróttavöllur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband