2417 - Hann glotti

Já, hann glotti ógeðslega talsmaður lyfjafyrirtækisins sem var í yfirheyrslu hjá rannsóknardeild í bandaríska þinginu. Rannsóknardeildin vildi m.a. fá að vita hvernig á því stæði að einhver (trúlega lífsbjargandi) lyf hækkuðu úr 13,5 dollurum í 750. Lítið eða ekkert fékkst af viti út úr þessum talsmanni sem reyndar heitir Martin Shkreli.

Kannski það hafi riðið Donald Trump að fullu að Sarah Palin mælti með honum? Segi bara svona. Varla hefur hann reiknað með að tapa í Iowa. Næstu forkosningar verða í New Hampshire fljótlega. (9. febrúar) Ef Trump tapar þar aftur er ég hræddur um að hann sé búinn að vera. Jafnvel peningarnir hans gætu ekki hjálpað honum eftir það. En trúlegra er samt að hann sigri þar og fall hans komi seinna. Auðvitað má margt segja um forkosningarnar í New Hampshire. Líklegast má telja að Trump og Sanders vinni auðvelda sigra þar. Síðan má reikna með að róðurinn þyngist, a.m.k. hjá Sanders. Trump er á margan hátt svo mikið ólíkindatól að mjög erfitt er að spá nokkru um hann. Reikna má samt með að úrslitin í Iowa og New Hamshire hafi mikil áhrif á framtíðargengi forsetaefnanna.

Hér á ísa köldu landi er fátt að frétta. Veðrið hamast samt við að gera sem flesta gráhærða. (Sem ekki er þegar orðnir það) Svo má alltaf setja GoPro myndavélina í gang. Þ.e.a.s ef maður á annað hvort flutningabíl eða langar að stökkva úr flugvél. Annars nær óveðrið ekki hingað niður á Akranes. Hér er allt að verða autt vegna rigningar. Rokið er ekki umtalsvert þó klukkan sé að verða sjö.

Það er nú eiginlega illa farið með myndir að setja þær með svona stuttu bloggi. Ég á nefnilega fáar slíkar. Ætli ég sleppi því bara ekki að setja mynd með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband