30.1.2016 | 12:07
2414 - Árni Páll Árnason
Þó mér finnist Árni Páll hafa staðið sig fremur illa sem formaður Samfylkingarinnar er ég sammála honum um verðtrygginguna. Alltof margir fordæma hana, en það finnst mér ekki rétt. Verðtryggingin er aðferð til að tryggja verðmæti peninga þrátt fyrir verðbólgu. Hinsvegar ættu vextir af verðtryggðum lánum að vera mjög lágir eða engir. Í annan stað er tenging verðtryggingarinnar við innkaupavísitölu þá sem Hagstofan gefur út hugsanlega vitlaus. Hana mætti sem best athuga mjög náið. En um það er sennilega erfitt að ná samkomulagi. Hafi núverandi forsætisráðherra lofað að afnema verðtrygginguna er það bara til marks um stærð ermarinnar hjá honum og aðferð til að lokka til sín atkvæði.
Af hverju látum við fjármálafyrirtæki ráða öllu, eða a.m.k. því sem þau vilja ráða í íslensku þjóðlífi? Sala Landsbankans á hlutabréfum í Borgun og allt það fárviðri sem útaf því hefur spunnist sýnir vel að eitthvað er samviskan að kvelja þá sem fyrir því stóðu. Allir hljóta að vita að næsta hrun verður ólíkt því sem varð fyrir bráðum áratug. Jafnvel er hugsanlegt að aðrir atburðir muni marka dýpri spor. Enginn vafi er samt á því að margt sem er að gerast í sambandi við endurreisn íslensks viðskiptalífs stefnir á annað hrun.
Auk pólitíkur og venjulegs þjarks um þau málefni sem þar eru jafnan efst á baugi er óvenjulega mikið rifist um listamannalaun og undirskriftasafnanir þessa dagana. Ekki held ég að listamannalaunin séu of mikil eða of há eða að listamenn misnoti þau. Þó virðist mér að Kári Stefánsson hafi rétt fyrir sér þegar hann heldur því fram að landsmenn vilji fremur auka fjárframlög til heilbrigðisstarfs en til nokkurs annars. Listamenn andspænis og í andstöðu við lækna og heilbrigðisstarfsfólk held ég þó að sé allsekki rétt nálgun. Það er að vísu rétt að hinn háværi tölvu-, fésbókar- og excelskríll sem öllu vill ráða er ansi fljótur að skrifa uppá allan fjárann ef ábyrgðin er lítil. Kannski fer fyrir undirskriftasöfnun Kára líkt og hefur verið með aðrar vinsælar undirskriftasafnanir að hún fer hratt af stað og hægir síðan verulega á sér. Hinn þögli meirihluti sem aðallega lætur í sér heyra í kosningum er fjölmennur og allsekki er víst að þeir flokkar sem að núverandi stjórnarsamstarfi standa gjaldi jafnmikið afhroð í næstu kosningum og skoðanakannanir sýna. Sömuleiðis eru það hugsanlega mistök hjá Kára að nefna ákveðnar tölur í ávarpi sínu. Með því fær undirskriftasöfnunin hjá honum pólitískari blæ en þurft hefði að vera.
Eitthvað hafur dregist hjá mér að blogga að undanförnu, en það þýðir alls ekki að ég sé hættur þessum ósið. Myndefnið er þó fremur fátæklegt hjá mér núna.
Taflmenn.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:32 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.