2414 - Árni Páll Árnason

Þó mér finnist Árni Páll hafa staðið sig fremur illa sem formaður Samfylkingarinnar er ég sammála honum um verðtrygginguna. Alltof margir fordæma hana, en það finnst mér ekki rétt. Verðtryggingin er aðferð til að tryggja verðmæti peninga þrátt fyrir verðbólgu. Hinsvegar ættu vextir af verðtryggðum lánum að vera mjög lágir eða engir. Í annan stað er tenging verðtryggingarinnar við innkaupavísitölu þá sem Hagstofan gefur út hugsanlega vitlaus. Hana mætti sem best athuga mjög náið. En um það er sennilega erfitt að ná samkomulagi. Hafi núverandi forsætisráðherra lofað að afnema verðtrygginguna er það bara til marks um stærð ermarinnar hjá honum og aðferð til að lokka til sín atkvæði.

Af hverju látum við fjármálafyrirtæki ráða öllu, eða a.m.k. því sem þau vilja ráða í íslensku þjóðlífi? Sala Landsbankans á hlutabréfum í Borgun og allt það fárviðri sem útaf því hefur spunnist sýnir vel að eitthvað er samviskan að kvelja þá sem fyrir því stóðu. Allir hljóta að vita að næsta hrun verður ólíkt því sem varð fyrir bráðum áratug. Jafnvel er hugsanlegt að aðrir atburðir muni marka dýpri spor. Enginn vafi er samt á því að margt sem er að gerast í sambandi við endurreisn íslensks viðskiptalífs stefnir á annað hrun.  

Auk pólitíkur og venjulegs þjarks um þau málefni sem þar eru jafnan efst á baugi er óvenjulega mikið rifist um listamannalaun og undirskriftasafnanir þessa dagana. Ekki held ég að listamannalaunin séu of mikil eða of há eða að listamenn misnoti þau. Þó virðist mér að Kári Stefánsson hafi rétt fyrir sér þegar hann heldur því fram að landsmenn vilji fremur auka fjárframlög til heilbrigðisstarfs en til nokkurs annars. Listamenn andspænis og í andstöðu við lækna og heilbrigðisstarfsfólk held ég þó að sé allsekki rétt nálgun. Það er að vísu rétt að hinn háværi tölvu-, fésbókar- og excelskríll sem öllu vill ráða er ansi fljótur að skrifa uppá allan fjárann ef ábyrgðin er lítil. Kannski fer fyrir undirskriftasöfnun Kára líkt og hefur verið með aðrar vinsælar undirskriftasafnanir að hún fer hratt af stað og hægir síðan verulega á sér. Hinn þögli meirihluti sem aðallega lætur í sér heyra í kosningum er fjölmennur og allsekki er víst að þeir flokkar sem að núverandi stjórnarsamstarfi standa gjaldi jafnmikið afhroð í næstu kosningum og skoðanakannanir sýna. Sömuleiðis eru það hugsanlega mistök hjá Kára að nefna ákveðnar tölur í ávarpi sínu. Með því fær undirskriftasöfnunin hjá honum pólitískari blæ en þurft hefði að vera.

Eitthvað hafur dregist hjá mér að blogga að undanförnu, en það þýðir alls ekki að ég sé hættur þessum ósið. Myndefnið er þó fremur fátæklegt hjá mér núnWP 20160121 11 44 34 Proa.

Taflmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband