7.1.2016 | 04:59
2404 - Sannleikurinn um Bessastaði
Ekki má Uninn sjálfur segja að hann hafi sprengt vetnissprengju, það er bara strax farið að efast um það. Hann má varla segja að hann hafi skitið í klósettið. En það getur Simmi alveg.
Já, bloggpistlarnir hjá mér eru orðnir fjandi margir. Einhverra hluta vegna hef ég alla þessa tíð (alveg frá 2006 minnir mig) engu logið, heldur ávallt sagt satt frá öllu. A.m.k. að mínum eigin dómi. Vissulega hef ég sagt frá ýmsu bæði frá sjálfum mér og öðrum. Sumt af því kann að hafa verið lygi. En vísvitandi hef ég aldrei logið neinu í þessum bloggum mínum. Ekki segi ég þetta vegna þess að ég ætli að taka mér eitthvert sérstakt skáldaleyfi núna. Nei, ég hef ekkert slíkt í hyggja. Samt sem áður fannst mér rétt að hnykkja á þessu. Auðvitað hef ég oft lesið allskyns lygi (sem venjulega er kölluð skáldskapur). Ég hef samt aldrei fundið hjá mér hvöt til að leggja lóð mitt á þær vogarskálar. Þegar ég var í Barnaskóla skrifaði ég stundum sögur sem voru tóm lygi. Man vel eftir einni sem fjallaði um það að ég hefði mætt á Breiðumörkinni ljóni á stærð við belju og það hefði ráðist á mig en ég bara stungið hendinni upp í það og í gegnum það allt og komið hendinni út um endann á því og gripið í rófuna og snúið því við. Kennaranum þótti þetta ákaflega fyndið og mig minnir að hann hafi lesið söguna upp og hrósað henni mikið. Samt sem áður hefur skáldskapur aldrei legið fyrir mér. Það litla (eða alltof mikla þó) sem ég hef skrifað um dagana hefur verið sannleikanum undirorpið. Þó hef ég auðvitað sagt frá honum á þann hátt sem mér sýnist. Og leynt sumu. Verst er að skrifa um aðra. Maður veit aldrei á hverju maður á von frá þeim.
Kannski er það einmitt vegna þessarar sannleiksástar minnar sem ég hef ekki orðið vinsælli fyrir skrif mín, (hef skrifað ýmislegt annað en þessi blogg) en raun ber vitni. Sumt af því sem ég hef skrifað um hefði sennilega orðið mun betra með svolítilli skreytni. Af hverju er ég að fjölyrða um þetta hér og nú? Mér bara datt það allt í einu í hug. Ég er nefnilega andvaka og klukkan er að verða fimm.
Eitthvað smávegis minnir mig að ég hafi skrifað um væntanlegar forsetakosningar um daginn. Sennilega er vel hægt að bæta einhverju við þær hugleiðingar. Ég átti svosem von á því einsog margir aðrir að ÓRG mundi ekki bjóða sig fram einu sinni enn. Af þeim sem minnst hefur verið á í sambandi við væntanlegt forsetaframboð líst mér einn best á Stefán Jón Hafstein. Aðallega er það vegna þess að ég kannast örlítið við hann. Man að hann hóf eitt sinn vinnu á Stöð 2 og hafði þá aðsetur í herbergi við hliðina á mínu. Ekki þekki ég hann samt að neinu ráði, en stjórnmálaskoðanir hans falla nokkuð vel að mínum.
Einhver hefur sagt að forsetaframbjóðendur mættu ekki vera fleiri en eitthvað ákveðið. Þar var held ég miðað við að ekki væri hægt fyrir neina að mæla með fleiri en einum slíkum. Þessu er ég alfarið andvígur. Að sjálfsögðu ætti að vera leyfilegt að mæla með mörgum. Því ekki það? Enginn hefur samt ennþá beðið um meðmæli mín en þau ættu að verða auðfengin. Og þegar ég mæli með þeim þrjúhundruðasta, skal ég láta forsetaritarann vita.
Rís þú unga Íslands merki,
þrátt fyrir verki.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.