2398 - Er að verða hægri sveifla í heiminum?

Pólitískt séð virðist mér að hægrið (jafnvel öfgahægrið) sé að vinna á í heiminum. Árangur Donalds Trump í Bandaríkjunum bendir til þess. (Að vísu trúi ég því og treysti að hann tapi fyrir Hilary, en líkurnar fyrir því að hann hljóti útnefningu repúblikana eru þónokkrar.) Einnig bendir til þess að hægrið sé að vinna á, að þau landamæri sem í uppsiglingu eru milli Danmerkur og Svíþjóðar eru ekki nein ímyndun. Einnig fjöldamargt annað. T.d. þjóðremban, múslimahatrið, flóttamannastraumurinn til Evrópu og vandræði Evrópusambandsins við að ráða við hann (flóttamannastrauminn). Að öllu samanlögðu virðist mér að vinstri sinnaðir pólitíkusar séu á margan hátt að missa flugið. Án efa eru þeir sem vinstrisinnaðir eru langskólagengnari en hinir og hugsanlega gáfaðri einnig. Samt getur vel verið að þeir sem hópur hafi rangt fyrir sér í meginatriðum um stjórnmálaþróunina. Auðvitað er til lítils að varpa svona hugleiðingum fram því allir eru mismunandi. Einnig í stjórnmálaskoðunum. Til lítils er t.d. að leita að flokki sem hefur sömu stefnu í flestum mikilvægum málum og maður sjálfur. Forgangsröðun verður að eiga sér stað. Og hún fer fram á hverjum degi, geri ég ráð fyrir, hjá öllum þeim sem hugleiða stjórnmál.

Nú er sjálf jólanóttin og ég er náttúrulega andvaka eins og vanalega. Carmaine fór af stað yfir Bröttubrekku núna áðan eða strax og veðrið gekk niður geri ég ráð fyrir. Bjarni og Jói fóru á móti henni og gekk það vel. Áðan var ég í jólaveislu hjá Hafdísi og þar fengum við humar í forrétt, nautalundir í aðalrétt og margskonar ís og ávexti í eftirrétt. Eftirminnilegur matur. Tinna fékk möndlugjöfina.

Held að það hafi átt að snjóa í dag. Ekki finnst mér samt neinn skaði þó það farist fyrir. Spáð var 23 stiga frosti í Reykjavík, en það var víst einhver misskilningur. Alls ekki er líklegt að frysti svo mikið þar, en kalt var í nótt. Eitthvað ætti að hlýna í dag, en svo kólnar aftur, eða þannig minnir mig að veðurspáin sé. Allavega er aðgerðalítið veður hér.

WP 20150128 13 55 02 ProEinhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband