2390 - Skákárin 1952 og 1953

Ćtli sé ekki réttast ađ halda svolítiđ áfram međ skáksöguna? Fyrst verđ ég samt ađ víkja smávegis ađ blogginu sjálfu. Ađ ţessu sinni átti ég í engum vandrćđum međ ađ deila efninu á fésbókinni. Engin mynd fylgdi samt og biđst ég afsökunar á ţví. Reynt verđur ađ bćta úr ţví núna.

Skákárin 1952 og 1953.
Segja má ađ baráttan um heimsmeistaratitilinn einkenni ţessi ár. Bobby Fischer er ađ vísu fćddur en ekki enn farinn ađ láta ađ sér kveđa. Ţćr hindranir sem ţarf ađ yfirstíga til ađ geta skorađ heimsmeistarann á hólm eru ţrjár. Fyrst eru ţađ svćđamótin svokölluđu sem veita eftir vissum reglum rétt til ţátttöku á millisvćđamóti. Ţeir efstu ţar ásamt fyrrverandi áskorendum eđa heimsmeisturum fá síđan rétt til ţátttöku á kandidatamótum og efsti mađur ţar fćr rétt til ađ skora á heimsmeistarann. Ţegar hér er komiđ er ţetta kerfi enn í mótun en kemst á fastan grundvöll fljótlega og segja má ađ ţađ sé viđ lýđi allt ţar til Kasparov og Short tefla sitt ójafna einvígi áriđ 1993. En ţađ er önnur saga. Löng og sérkennileg. Um ţađ leyti hćtti ég ađ fylgjast eins vel međ skáksögunni og framađ ţví.

Millisvćđamótiđ er ađ ţessu sinni haldiđ í Svíţjóđ (Stokkhólmi og Saltsjöbaden) Alexander Kotov sigrar ţar og ásamt honum fá úr ţví móti ţátttökurétt á nćsta kandidatamóti ţeir Petrosjan, Taimanov, Geller og Averbakh. Keres sigrar á mjög sterku skákmóti í Budapest en ţar eru međal keppenda t.d. Smyslov, Botvinnik og Geller.

Sovétríkin sigra á Olympíumótinu sem haldiđ er í Helsinki ađ ţessu sinni eins og Ólympíuleikarnir. Skyldleikinn er samt ekki mikill og Ólympíumótiđ í skák hefur jafnan veriđ haldiđ annađ hvert ár ţó Ólympíuleikarnir sjálfir séu haldnir fjórđa hvert ár. Sovétríkin sigra semsagt í ţví móti í fyrsta sinn og ţađ ţó sjálfur heimsmeistarinn Botvinnik hafi ekki komist í liđiđ og er sagt ađ hann hafi veriđ talsvert pirrađur yfir ţví.

Ýmis skákmót eru haldin og t.d. Gligoric, Pomar, Reshevsky og Najdorf ásamt Bronstein og Taimanov standa sig vel í ţeim. Kandidatinn Averbakh nćr ţó ađeins ţrettánda sćti í meistaramóti Moskvuborgar. Friđrik Ólafsson vinnur sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og Bykova vinnur fyrsta kandidatamót kvenna. Bojolubov deyr. Allt ţetta gerđist áriđ 1952.

Ţađ markverđasta sem gerđist áriđ 1953 var ađ Smyslov varđ efstur í kandidatamótinu sem haldiđ var ţađ ár í Zurich í Sviss. Keppendur ţar voru 15 talsins og tefldu tvöfalda umferđ. Af hálfu FIDE var síđan ákveđiđ ađ hafa keppendur fćrri. Talsvert á eftir Smyslov komu síđan Bronstein, Keres, Reshevsky og Petrosjan. David Bronstein skrifađi frćga bók um ţetta mót.

Eftir dauđa Stalíns má segja ađ ţátttaka sovéskra skákmeistara í mótum víđsvegar um heiminn hafi aukist verulega. Einkum er óhćtt ađ segja ađ Smyslov standi sig vel ţar. Mikail Tal vinnur lettnesta meistaramótiđ í fyrsta sinn. Oscar Panno sigrar á heimsmeistaramóti unglinga eftir einvígi viđ Klaus Darga. Beljavsky fćđist.

IMG 2366Akratorg.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband