2389 - Skákárin 1950 og 1951

Ég er sannfćrđur um ađ misskipting auđlegđar er miklu hćttulegri heimsfriđnum en mismunandi trúarbrögđ. Vestrćn menning međ sín kristnu gildi hefur á undanförnum öldum og áratugum orđiđ mun ríkari á allan hátt en önnur menning. Austrćn eđa íslömsk gildi hefđu engu breytt um ţađ. Vel sést ţađ t.d. á Japan. Ţar má segja ađ vestrćn menning ríki en alls ekki kristin gildi. Yfirburđir hinnar vestrćnu menningar voru og eru einkum í ţví fólgnir ađ stríđstćknin og drápin urđu ţar vélrćnni og skipulagđari en annars stađar. Heimssyrjaldirnar á síđustu öld eru órćkur vitnisburđur um ţađ. Međ stríđstćkninni og drápunum tókst ađ halda öđrum menningarsvćđum niđri. Hugsanlegt er ađ ţessum yfirburđum ljúki á ţessari eđa nćstu öld.

Ekki veit ég hvort öđrum finnst ţessar hugleiđingar gáfulegar en mér finnst ţađ. Mér finnst ţćr svo gáfulegar ađ hugsanlega ćtti ég ađ setja ţćr á fésbókina strax ţví líklegt er ađ fleiri lesi ţćr ţar. Nei, annars. Ţađ er ekki ţess virđi. Ţetta er ágćtis bloggefni.

Skákárin 1950-51.
Eiginlega ćtti mađur eingöngu ađ skrifa um ţađ sem mađur hefur sćmilegt vit á. Ekki hefur mér tekist ađ fara eftir ţessu, og ég hef bloggađ um ýmislegt, sem ég hef takmarkađ vit á. Ég hef samt alla tíđ haft talsverđan áhuga á skáksögunni, einkum svona eftir heimsstyrjöldina síđari og fram til 1980-90 eđa svo. Kannski ég reyni ađ rekja ţar helstu atriđin. Ţađ er engin sérstök ástćđa fyrir ţví ađ ég vel áriđ 1950 til ađ byrja á. Mér er engin launung á ţví ađ ég byggi ţessa umfjöllun ađ talsverđu leyti á upplýsingum úr bók eftir Graham Burgess sem kom út áriđ 1999 í London. Auđvitađ er ţađ líka svo ađ öldin var nákvćmilega hálfnuđ áriđ 1950 og ég nálgađist ţađ ţá óđfluga ađ verđa 10 ára og var byrjađur ađ lesa Morgunblađiđ og viđ ţađ kviknađi skákáhuginn. Friđrik Ólafsson sem fćddur er 1935 er ţví ađeins 16 ára í lok ţessa tímabils. Hann tekur ađ ţessu sinni ţátt í fyrsta heimsmeistaramóti unglinga undir 20 ára aldri sem haldiđ hefur veriđ. Ţetta mót var haldiđ í Englandi áriđ 1951 og ţađ var Júgóslavinn Borislav Ivkov sem ţar varđ efstur og hlaut ađ launum titilinn heimsmeistari unglinga. Rússar tóku ekki ţátt í ţessu móti, sennilega vegna ţess ađ vitađ var fyrirfram ađ Svissneska kerfiđ svonefnda yrđi notađ. Í ţá tíđ tíđkađist ađ veita sigurvegurum ţessa móts alţjóđlegan meistaratilil. Seinna meir breyttist ţađ svo í stórmeistaratitil.

Međal keppenda á ţessu móti auk Ivkovs og Friđriks Ólafssonar má nefna Bent Larsen og Arnold Eikrem.

Áriđ 1950 var fyrsta kandidatamótiđ haldiđ í Búdapest í Ungverjalandi. (Ameríkönunum Reshevsky og Fine var ađ vísu neitađ um vegabréfsáritun til Ungverjalands) Tilgangur ţess móts var ađ gefa sigurvegaranum rétt til ađ skora heimsmeistarann (Botvinnik) á hólm. Efstir og jafnir međ 12 vinninga af 18 mögulegum urđu ţeir David Bronstein og Isaak Boleslavsky. Smyslov var međ 10 vinninga og Keres 9 og hálfan. Bronstein bar síđan sigurorđ af Boleslavsky og tefldi viđ Botvinnik áriđ 1951 og Botvinnik tókst ađ halda heimsmeistaratitlinum međ jöfnum vinningum í einvíginu. Keres sigrađi á meistaramóti Sovétríkjanna ţetta áriđ og ţeir Boleslavsky, Smyslov og Geller (kóngurinn frá Odessa) urđu mun neđar.

Fyrsta Olympíumótiđ eftir heimsstyrjöldina síđari var haldiđ ţetta ár, en Sovétmenn tóku ekki ţátt í ţví og Júgóslavar sigruđu ţar og urđu á undan Argentínu, Vestur-Ţýskalandi og Bandaríkjunum. Liudmilla Rudenko vann heimsmeistaratitil kvenna en enginn hafđi haft ţann titil síđan Vera Menchik andađist áriđ 1944. FIDE ákvađ ţetta ár ađ taka upp stórmeistaratitla og alţjóđameistaratitla en ţeir höfđu ekki veriđ viđ lýđi fram til ţess tíma.

Ljubomir Ljubojevic fćddist ţetta ár.

Áriđ 1951 var ekki síđur merkilegt skákár en 1950. Áđur er minnst á heimsmeistaramót unglinga og einvígiđ um heimsmeistaratitilinn. Keres vann ţá aftur Sovétmeistaramótiđ og ađ ţessu sinni voru ţeir Bronstein og Botvinnik báđir međal keppenda. Einnig Petrosjan.

Geza Maroczy deyr ţetta ár og ţeir Karpov, Timman og Vaganjan fćđast.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband