8.11.2015 | 08:44
2383 - Frissi feiti
Eitt af því sem komið hefur mér svolítið á óvart í bloggstandinu er að aldrei skuli verða neinn hörgull á því sem maður bloggar um. Þó blogga ég lítt um fréttir og söguleg efni en þeim mun meira um blogg og fésbók. Eiginlega er það alveg nóg. Það er endalaust hægt að blogga um slíkt. Skárra væri það nú.
Ef ég væri ekki skráður á fésbók, þá er eins víst að ég væri skráður á twitter og ekki væri það skárra. Einu sinni var ég vel á veg kominn með að skrá mig líka þar en tókst með herkjum að halda aftur af mér. Afleiðingin er samt sú að ég fæ alltaf annað kastið ítrekanir og áminningar frá þeim. Sama er að segja um einhverja fleiri samfélagsmiðla. Man bara ekki hvað þeir heita. Bloggið og fésbókin nægja mér alveg. Upplagt að hafa síðu eins og Boðnarmjöðinn þar sem maður getur hent frá sér vísum og gleymt þeim svo. Engin þörf á afriti.
Sennilega fer ég alltof sjaldan á netpóstinn minn. Það er mest vegna þess að pósthólfið fyllist fljótlega af nígeríubréfum, auglýsingum og allskyns rusli á fremur stuttum tíma. Auðvitað ætti ég að fá mér nýtt netfang en ég nenni því bara ekki. Mér finnst illa komið fyrir tölvupóstinum, sem einu sinni átti allan vanda að leysa. Ætli maður verði bara ekki að snúa sér að sniglapóstinum aftur.
Einu sinni hélt ég að kreik væri það sama og krókur. Vísan Allir krakkar, allir krakkar, var oft sungin í mínu ungdæmi. Í vísunni er talað um að lyfta sér á kreik. Þetta kreik sem þar var talað um hélt ég endilega að væri krókur og varaðist mjög að taka undir þetta.
Í fyrsta skipti sem ég sá með eigin augum hve farsímarnir eru orðnir mikill hluti af lífi fólks var í Borgarnesi fyrir svona ári síðan. Þar var einhvers konar skemmtun þar sem fólk af ýmsu þjóðerni var að bjóða vörur sem voru einkennandi fyrir viðkomandi land. Á eftir skemmti einhver Frissi feiti (eða einhver með álíka nafn sem allir áttu víst að kannast við, en ég hafði aldrei heyrt áður.) Þegar hann stökk útá gólfið og fór að dansa og syngja þyrpust allir að með farsímana á lofti til að taka myndir. Reyndar var hávær músíkin sem fylgdi þessu hreint út sagt hættuleg (hugsa ég).
Ingibjörg, Sigrún og Hörður komu hingað áðan og höfðu ekki séð íbúðina okkar fyrr. Ætluðu síðan til Atla, eins og lög gera ráð fyrir. Um þessa heimsókn er ekkert sérstakt að segja en ég nota þetta blogg semsagt sem nokkurskonar dagbók að þessu sinni, þó ég geri það ekki altjént.
Nú er ég semsagt kominn með nýjar myndir sem ég þarf endilega að koma í umferð sem fyrst svo ég geti aftur farið að nota gamlar myndir. Það var svo assgoti þægilegt. Þessvegna blogga ég svona ótt og títt núna. Væri kannski hægt að segja að ég bloggaði eins og óð fluga? Nei, ekki finnst mér það. Óðar flugur eru allt öðruvísi.
Það er ekki hægt að bíða eftir sólinni í hvaða vitleysu sem er. Mér er engin launung á því að mér finnst þessi árlega suðurganga sólarinnar hin mesta vitleysa. En maður verður víst að sætta sig við það. Vaknaði fyrir sjö í morgun og dreif mig í morgungönguna. Undanfarið hef ég verið að rembast við að bíða eftir birtingu en nú nenni ég því ekki lengur. Héðan í frá er það mín eigin klukka sem ræður.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:48 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Mars 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | 31 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.