19.5.2007 | 00:08
48. blogg
Jú, annars; ég þarf að kvarta undan sólinni. Hún skín hérna beint inn um gluggann þar sem ég sit við tölvuna og veldur því að ég sé ekki almennilega á skjáinn. Auðvitað gæti ég reynt að færa tölvuna eða breiða fyrir gluggann, en ég er of latur til þess.
Þetta var í morgun. Nú er komið kvöld og engin sól til að trufla mig. Lauk í dag við að þýða tvö Atlas skjöl um Tyrkland. Nú er bara yfirlestur eftir og ég hef alveg frammá sunnudagskvöld til að klára hann.
Maður er það sem maður segir og gerir. Í bloggheimum eru flestir aðeins það sem þeir blogga. Nema náttúrulega þeir sem eru landsþekktir fyrir eitthvað annað líka. En er maður sitt síðasta blogg eða summan af öllum sínum bloggum? Kannski er þessu best svarað með spurningu: Eru einhverjar líkur til þess að sá sem uppgötvar nýtt blogg sem honum finnst sæmilega áhugavert nenni að færa sig langar leiðir aftur í tímann? Ég held varla.
Sumir bloggarar stunda það að vísa í sín fyrri skrif og það er að mörgu leyti sniðugur kostur. Örugglega betri en sá að endurtaka sig í sífellu.
Þó ég geri ekki mikið af því að segja hér frá öðrum bloggum sem ég les fer ekki á milli mála að það hlýt ég að gera. Satt að segja les ég blogg orðið mun meira en flest annað. Vefmiðlarnir koma sennilega næst þar á eftir og svo fylgist ég talsvert með sjónvarpinu. Dagblöðin sé ég ekki nema öðru hvoru og er að mestu hættur að nenna að lesa þau.
Nú er ég sennilega farinn að endurtaka mig svo það er best að hætta.
Og þó. Árið er 1972. Ég er staddur í Kaupmannahöfn í minni fyrstu utanlandsferð á ævinni. Daginn áður höfðu Danir greitt atkvæði um það hvort landið skyldi ganga í Efnahagsbandalag Evrópu. Við erum stödd í stóru deildarskiptu verslunarhúsi (hugsanlega Magasin du Nord) og á einum stað hefur hópur fólks safnast saman í kringum sjónvarpstæki til að fylgjast með einhverju sem þar er verið að segja frá.
Það hafði legið fyrir strax kvöldið áður að inngangan í Efnahagsbandalagið hafði verið samþykkt, svo ekki var fólkið að fylgjast með fréttum af því.
Svar við því hvað fólkið er að gera þarna fáum við fljótlega þegar strákur einn lætur okkur fá bréfmiða sem merktur er Politiken. Á honum ofanverðum stendur með nokkuð stóru letri: Löbeseddel" og fyrir neðan það með ekki minni stöfum: Krag gaar av".
Þarna var semsagt skýringin komin. Fólkið var að fylgjast með fréttum um afsögn Jens Otto Krag sem verið hafði forsætisráðherra Danmerkur allt þar til honum hafði tekist það ætlunarverk sitt að koma Dönum í Evrópusambandið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.