6.11.2015 | 12:11
2382 - USA
Einhver valdamesti maður Vesturlanda er forseti Bandaríkjanna. Næstu kosningar til þess embættis verða haustið 2016. Segja má að nokkur hefð sé fyrir því að forsetar Bandaríkjanna komi til skiptis úr röðum demókrata og republikana. Samkvæmt því ætti næsti forseti að koma úr röðum repúblikana, því Obama er demókrati og sigur hans á Hillary Clinton í forkosningum demókrata var a.m.k. eins mikilvægur og sigurinn í sjálfum forstetakosningunum
Donald Trump hefur að mestu einokað forkosningar repúblikana hingað til og rekur þá kosningabaráttu að mestu leyti sjálfur og án þeirrar kosningavélar sem venjulega stjórnar slíkri kosningabaráttu. Nú virðist eilítið vera að fjara undan þeim yfirburðum og hefðbundnari kosningavélar að taka við. Á hliðarlínunni bíður síðan enn einn Bush bróðirinn og ætlar sér áreiðanlega að feta í fótspor bróður síns Georgs W. Sá heitir Jeb og var áður ríkisstjóri í Miami.
Frambjóðandi demókrata gæti hinsvegar vel orðið áðurnefnd Hillary Clinton. Flest virðist benda til að hún vinni forkosningar demókrata nokkuð auðveldlega, en samt er alls ekki víst að hún sigri í forsetakosningunum. Obama þykir af mörgum hafa staðið sig fremur illa sem forseti og hægri sveifla virðist vera á leiðinni í Bandaríkjunum. T.d. sigraði repúblikani í ríkisstjórakosningum í Kentucky nýlega en því fylki hafði gengið áberandi vel að koma á fót hinu svokallaða Obamacare sem er hið nýja sjúkratryggingakerfi sem Obama hefur verið að berjast fyrir að koma á.
Ekki veit ég hvort lesendur mínir hafa mikinn áhuga á Bandarískum stjórnmálum og þess vegna er ég að hugsa um að láta staðar numið hér. Því er þó ekki að neita að forsetakosningar þar og aðdragandi þeirra getur verið ákaflega spennandi. Þar eru líka alvöru fjölmiðlar sem hafa afburðagóða blaðamenn á sínum snærum.
Ekki get ég látið þetta blogginnlegg mitt snúast eingöngu um bandarísk stjórnmál. Pop-músík hef ég lítið sem ekkert vit á og læt því Iclandic airwaves alveg eiga sig. Hinsvegar ber sjóslysið við höfnina í Reykjavík öll einkenni hins dæmigerða íslenska sleifarlags, svo kannski er rétt að minnast örlítið á það. Örugglega hefur þetta stafað af því að gleymst hefur loka einhverju og er það lítil furða. Betra hefði líklega verið að hafa sérstakan mann til að sjá um það svo það gleymdist ekki. Svipað má segja um hjúkrunarkonugreyið sem sökuð er um manndráp. Áreiðanlega hefði þetta ekki komið fyrir ef þær hefðu verið fleiri.
Appú sagði Lilla Hegga í sálminum um blómið ef ég man rétt. Sú bók er eftir Þórberg Þórðarson ef einhverjir skyldu ekki vita það og Appú þýðir náttúrulega allt búið og þau orð hennar geri ég hér með að mínum.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæmundur. Ég gekk fram hjá þeim sem voru að safna fyrir slysa/björgunarsveitar-félagið í dag, og það truflaði mig töluvert mikið í huganum, að hugsa til þess að vanræktu eftirliti Íslands á öllum sviðum, væri varpað yfir á óeigingjarnar og virðingarverðar sjálfboðaliðs-starfandi slysa/björgunarsveitir landsins.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2015 kl. 01:06
"Stóra" sjóslysið í Reykjavíkurhöfn fyrir nokkrum dögum síðan er efni í alheims-aðhlátursefni, því ekki hefur sömu Íslands-valdastétt þótt tilefni til að kafa eftir mannskaða-sokknu fiskiskipi á vestfjörðum?
Kannski það sé ætlast til að sjálfboðaliðs-björgunarsveitir landsins sjái um fiskiskipanna mannskaðaslys á kostnað styrktaraðila björgunarsveitanna sjálfboðaliðaðra?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2015 kl. 01:22
Mér datt einmitt sama í hug. Tengdafaðir bróðurdóttur minnar fórst með Hákoni og mér finnst skömm að því að skipinu verði ekki komið á þurrt svo fá megi úr því skorið hvers vegna sleppibúnaðurinn virkaði ekki.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 7.11.2015 kl. 03:57
Nú virðist sem skurðlæknirinn Ben Carson sé að komast frammúr Donald Trump sem frambjóðandi repúblikana
Jóhann M Þorvaldsson 10.11.2015 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.