2.11.2015 | 11:38
2379 - Stuðin
Arnaldur segist nostra við málfarið og ekki efast ég um það. Að leggja orð sín í dóm lesanda einu sinni á ári finnst mér vera afar sjaldan. Helst vil ég fá fordæmingu eða hrós strax. Jafnvel þó ég fái ekki hundaskít greiddan fyrir snilldina. Þessvegna er það sem ég er bara bloggari en ekki rithöfundur. Reyni a.m.k. að telja sjálfum mér trú um að þannig sé það. Ég sé semsagt í rauninni rithöfundur þó það henti mér allsekki. Hugsanlega er ég þó það sem e.t.v. mætti nefna stílisti.
Sjaldan bregður mær vana sínum, var einhverntíma sagt og ég er ekki frá því að það eigi við hérna. Oft er ég í bestu stuði til skrifta þegar ég er nýbúinn að setja upp blogg. Og sannast það hér. Annars eru myndirnar að verða mér vandamál. Það er varla hægt að halda því endalaust áfram að setja bara á bloggið gamlar myndir. En myndavélin eða vélarnar hafa verið að stríða mér að undanförnu. Gamla Canon véin mín setur myndirnar hér og hvar í nýja Windowsinu, en ég er nú búinn að finna út úr því. Þar að auki setur myndsíminn minn myndirnar sem ég tek á hann ekki sjálfkrafa á tölvuna eins og hann á að gera. Fyrir svo utan allt þetta þá er ég ekki lengur viss um að ég taki neitt sérstaklega góðar myndir.
Þegar maður eldist finnst manni sífellt færra og færra vera það merkilegt að það taki því að hafa áhyggjur af því. Einna merkilegast finnst manni það sem lengst er síðan að gerðist. Auðvitað skiptir síðan máli hvað öðrum finnst.
Einhver minnir mig að hafi skrifað á fésbókina að honum þætti of lítið fjallað um það sem Guðbergur Bergsson sagði um Hallgrím Helgason. Mér finnst aftur á móti hafa verið fjallað fullmikið um það. Upphafleg orð Guðbergs (sem ekki voru falleg) eru ekkert stórum verri en vinsælir rithöfundar eru vanir að láta falla um keppinautana ef þeir á annað borð tjá sig um svoleiðis himpigimpi. Þau geta samt þegar best lætur fyllt uppí hugmyndir manns um viðkomandi rithöfunda. En auðvitað er best að reyna að gleyma þeim sem fyrst. Þeir vilja umfram allt láta dæma sig af bókum sínum. Allt annað er bara eitthvað sem þarf að flýta sér að komast í gegnum. Kannski meinar hann (Guðbergur) þetta af sínum innsta hjartans grunni og finnur enga aðra leið til að koma þessari skoðun sinni á framfæri. Að ætla að banna honum það er hrein og bein ritskoðun.
Mér sýnist veðrið ætla að verða alveg til fyrirmyndar um þessa helgi. Samt var það svo að gangstígarnir voru eilítið hálir í morgun, enda rakir eftir undafarnar rigningar.
Ég á eftir að pæla mig í gegnum alveg hnausþykkt fréttablað og geri það kannski á eftir. Annars finnst mér það ljótur siður hjá flestum fjölmiðlum að safna sem mestu efni í helgarútgáfurnar og ætlast til að einhverjir lesi þetta.
Mánudagsmorgunn. Enn sannast hið fornkveðna. Göngustuð eru ekkert frábrugðið öðrum stuðum. Ég var nokkurn vegin klukkutíma og átta mínútur að fara 5 kílómetrana í gær en í morgun var ég í betra stuði og var ekki nema um 59 mínutur að fara sömu leið. Veðrið var þó svipað báða dagana, en í gær var ég í regnjakka og þurfti þessvegna ekki að flýta mér. Kannski liggur munurinn þar.
Þarna hefur trjáfellir verið á ferð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.