2378 - A short history of nearly everything

Ég einfaldlega trúi því ekki að gengið haggist ekki þegar einkabankarnir sem gefnir voru fara með allt sitt útúr landinu. Á miklu fremur von á verulegri gengislækkun og verðbólgu. Sé einfaldlega ekki að hægt hafi verið að gefa eins mikill afslátt og raunin er. Allt hitt eru bara skrauthvörf sem engu máli skipta þegar betur er að gáð. Sjónhverfingar eru gagnslausar í þessu efni. Heimsmetin falla ekki þeirra vegna. Bretar vilja fá rafmagn héðan hvað sem það kostar. Því fyrr sem farið verður í þetta vonlausa verkefni, sem rafstrengur þangað áreiðanlega er, þeim mun ódýrari verður orkan fyrir þá. Íslendingar eru á hraðferð í einangrunarstefnu sem gæti endað með ósköpum. Ég hef semsagt ekki skipt um skoðun varðandi ESB þrátt fyrir mikinn og markvissan áróður gegn aðild.

Og svo á að leggja RUV niður. Skýrslan sem sagt var frá í dag bendir eindregið til þess. Kannski er Simmi ekki þeirrar skoðunar samt. Áreiðanlega eru Sjálfstæðismenn það. Ekki líst mér nógu vel á þá sölu. Þrátt fyrir alla gallana held ég að RUV sé nauðsynlegt. Þegar ég vann uppá Stöð 2 þá litum við á RUV sem helsta keppinautinn og vildum gjarnan vera lausir við þá stöð. Eða a.m.k að hún hætti að keppa við okkur á auglýsingamarkaðnum. En bæði hafa skoðanir mínar breyst verulega og auk þess er Stöð 2 alls ekki eins og hún var.

Ég er enn að lesa bókina „A short history of nearly everything“ eftir Bill Bryson. Eiginlega er þessi bók alveg einstök. Man varla eftir að hafa lesið jafn-athyglisverða bók. Hann hefur greinilega kynnt sér vísindalegar uppgötvanir afar vel og er auk þess frábær rithöfundur. Þetta er alls ekki bók til þess að hlaupa yfir á einhverju hundavaði, eins og ég hef þó upphaflega gert. Ekki veit ég hvernig hún hefur komist í Kyndilinn minn en þar er hún og hefur alls ekki hátt.

Nú er klukkan ekki nema rúmlega fjögur að nóttu og ég er andvaka einn ganginn til. Reyndar er um að gera að láta andvökuna ekki stressa sig upp. Fannst endilega að það væri kominn harðamorgunn þegar ég skreyddist á lappir en þegar ég leit á klukkuna var hún ekki nema rúmlega fjögur.

Skrifnáttúran er að ná miklum tökum á mér núna. Gott að hafa bloggið svona við hendina og losna á þann hátt við þessa gífurlegu skrifþörf. Ekki veit ég af hverju þetta stafar en ég get alveg verið án alls þessa langtímum saman en svo kemur þetta alltaf yfir mig öðru hvoru.

IMG 1747Laufblað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband