12.9.2015 | 23:03
2362 - Haustveðrið yfir oss
Einsog ég er oft vanur að gera þá ætla ég að byrja á næsta bloggi rétt eftir að ég hef póstað því síðasta.
Það var ekki nóg með að blómapottur lemdist utaní svalahandriðið með talsverðum hávaða, heldur fauk líka af snúrudótinu okkar í fyrstu alvöru haustlægðinni sem kom hingað upp á Akranes í kvöld. (8. Sept 2015.) Held samt að ekkert hafi skemmst, týnst eða eyðilagst enda eigum við ekkert trampólín. Hef samt aldrei veðurhræddur verið og sýnist þetta ósköp meinlaust.
Flóttamannavandamálið vindur sífellt uppá sig. Helsta röksemd þeirra sem ekkert vilja gera er að athuga þurfi ástæður þess að svo illa er komið sem raun ber vitni. (Sumir vona kannski að sú athugun taki sem lengstan tíma svo vandamálið verði að mestu horfið fyrir annarra tilverknað þegar athuguninni lýkur.) Þó sumir þeirra sem hæst hafa útaf þessu hafi oft haft tækifæri til að láta í sér heyra, breytir það engu um neyð þeirra sem flóttamenn eru. Skylda Evrópubúa er að sinna þessu máli. Skömm Evrópusambandsins sem heykst hefur á því að móta samræmda stefnu í þessu máli er mikil og mun bara aukast. Margir þeirra sem hingað til hafa stutt samvinnu Evrópuþjóða munu eflaust hætta því með hliðsjón af þessum málum. Það eina sem ESB hefur hingað til gert er að útvega úrtölumönnum þvínær skothelda afsökun.
Helena Benediktsdóttir Haydarly átti 3ja ára afmæli í dag og að sjálfsögðu var mikið um dýrðir af því tilefni. Stórfjölskyldan (sem er orðin talsvert stór) hittist öll í Hafnarfirðinum og afmælisgjafirnar voru margar og eftirminnilegar. M.a. fjarstýrður bíll sem varla hefði verið gefinn 3ja ára barni þegar ég var lítill. En það er nú svo langt síðan. Hugleiðingar mínar um þetta mál eru að sjálfsögðu mesta markleysa því afmælisbarnið mundi eflaust hafa haft þetta alltöðruvísi. Svo er Tinnuafmæli á næstunni (12. október) en þá verður hún 6 ára. Ekki vantar samt að hún sé byrjuð í skólanum þrátt fyrir það.
Í rauninni gerist heldur fátt þessa dagana og það er bara gott. Engar fréttir eru góðar fréttir var einhverntíma sagt. Ekki ætti það samt að verða okkur bloggurum neinn fjötur um fót. Við eru vanir því að skrifa um allt og ekkert. (Nema auðvitað fréttabloggararnir.) og aðallega um ekkert. Sem leiðir mig að því sem ég hef oft velt fyrir mér. En það er hvaða fyrirmæli blaðamannsveslingarnir fá sem skrifa baksíðuhugleiðingarnar í Fréttablaðið. Hafið það stutt, persónulegt og ómerkilegt, ímynda ég mér.
Nú er að koma að því. Ég verð að fara að finna mér rakarastofu hér á Akranesi. Ég er nefnilega að verða ansi loðinn. Þær hljóta að vera nokkrar hér í bænum. Ef ekki þá er Reykjavík svosem ekki í óyfirstíganlegri fjarlægð.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.