2361 - Rafritið

Nú er ég nýkominn úr gönguferðinni minni og þó rokið hafi verið talsvert var úrkoman sem betur fer lítil. Viðmiðunin uppá 400 m per hverjar 5 mínútur náðist en ekkert fram yfir það. Hugga mig við að aðstæður hafi ekki verið sérlega góðar.

Virðist vera farinn að blogga oftar nú en áður enda er ekki erfitt að gera það. Eitt blogg á dag er samt fullmikið. Á sunnudaginn fór ég með Áslaugu í bæinn til að heimsækja Benna og fara á sýninguna í Gerðubergi. Það var sýningarstjórinn mættur (fullseint að vísu) og talaði við fólk um myndirnar. Í gær var svo leiðindaveður ef ég man rétt. Tókst þó að fara í mína gönguferð áður en byrjaði að rigna fyrir alvöru.

Nú er Helgi Hrafn orðinn kafteinn hjá Pírötum og Birgitta formaður litla þingflokksins. Skiptingin þar var mun hávaðaminni en hjá Bjartri (eða vonlausri) Framtíð hvernig sem á því stendur. Í dag er víst von á fjárlagafrumvarpi og við því er að búast að Alþingismenn fari að reyna að vekja á sér athygli. Ég er samt enganveginn farinn að þekkja þá alla enda láta þeir ákaflega mismikið á sér bera.

Ein fyrirsögn í Fréttablaðinu vakti sérstaka athygli mín áðan. Hún er svona: Alma vinnur með Scott Storch. Nöfnin segja mér afskaplega lítið. Kannast við hvorugt. Hefði ekki verið hægt að hafa fyrirsögnina öðruvísi eða er ég bara orðinn svona gamall? Eru þetta virkilega nöfn sem allir eiga að þekkja?

Nú er ég búinn að skrifa langt mál um lítið efni og ætla að hvíla mig svolítið.

Á sínum tíma gaf ég út „Rafritið“. Þar er margt mjög merkilegt að finna. A.m.k. finnst mér það. Öðrum kannski ekki, en við því er ekkert að gera. Hér er sýnishorn af því sem þar er að finna:

Prentvilla?. Útilokað. Módemið mitt er með leiðréttingarútbúnaði.

Námskeið um tímaferðalög var haldið fyrir hálfum mánuði.

Munnlegur samningur er ekki virði pappírsins sem hann er skrifaður á.

Kemur stálull af stálkindum?

OS/2 = 0

Ég er ekkert búinn að tapa vitinu, það er backup hérna einhvers staðar.

Ef ég bjarga hvölunum, hvar á ég þá að láta þá?

Aldrei tilkynnir DOS "EXCELLENT command or file name".

Ef verkið heppnast ekki í fyrstu tilraun skaltu eyða öllum ummerkjum um að þú hafir reynt.

Farðu að mínum ráðum, ég þarf ekki á þeim að halda.

Hreint skrifborð er merki um troðfullar skrifborðsskúffur.

File not found. Ég sæki bara eitthvað sem *mér* finnst áhugavert.

Dauðir eru 30 sinnum fleiri en lifendur.

Sá sem brosir í erfiðleikum hefur fundið einhvern til að kenna um.

Hvert erum við að fara? Og af hverju erum við í þessari körfu?

ASCII a stupid question, get a stupid ANSI.

Drop your carrier ... we have you surrounded.

A feature is a bug with seniority!

Ef ekki væri til C værum við enn að nota BASI, PASAL og OBOL!

Og hér er linkurinn: http://snerpa.is/net/rafrit/raf.htm

Nú er ég hættur.

WP 20150803 10 13 04 ProLangisandur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir hlekkinn á Rafritið. Þetta er alger fjársjóður fyrir okkur gömlu hundana. :-)

Baldur Ragnarsson 8.9.2015 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband