25.8.2015 | 21:49
2358 - RJF
Líklega hef ég ekki lesið eins mikið um nokkurn einn mann einsog Robert James Fischer. Á stundum hefur mér fundist ég skilja furðuvel athafnir og gerðir jafnfullkomlega asocial persónuleika. Samt eru nokkur atriði í æfi hans sem ég hef allsekki getað skilið. Í gærkvöldi komst ég að því að ég hef ekki lesið af mikilli athygli bókina Bobby Fischer goes to war þegar hún kom út árið 2004. Fékk hana lánaða hjá syni mínum og er að lesa hana núna ásamt með bókunum A short history of nearly everything og Atomic Times, sem mig minnir að ég hafi minnst á hér á blogginu mínu. Já, áhugamál mín eru undirfurðuleg.
Oft hef ég fleiri en þrjár bækur í takinu í einu, svo það er alls ekkert merkilegt þó ég minnist á þessar bækur allar. Fór að mig minnir á bókasafnið hérna á Skaganum annaðhvort í gær eða fyrradag. Það getur vel verið að ég gluggi í þær bækur sem ég fékk þar lánaðar. Held að þær hafi verið sex talsins. Þar sá ég meðal annars hnausþykka og níðþunga bók sem fjallaði bara um landsleiki Íslands í fótbolta. Kannski væri óvitlaust að glugga í þá bók á staðnum. En að fara að rogast með hana út í bíl datt mér ekki í hug. Bækur af þessu tagi finnst mér eiga betur heima á Internetinu. Sennilega er ég að tala um þessa bók vegna þess að mér blöskraði þyngdin og fyrirferðin á Sögu Akraness sem kom út í nokkrum bindum fyrir skömmu. Er hugsanlegt að einhverjir gefi út bækur aðallega fyrir bókasöfnin í landinu? Svona þykkar og þungar bækur hljóta að kosta eitthvað.
Get ekki almennilega varist þeirri hugsun að kalda stríðið og allt sem því fylgir sé að koma aftur. Auðvitað verður það samt ekki eins. Nýja hrunið verður það ekki heldur. Óttinn við notkun kjarorkuvopna gæti þó komið aftur. Útbreiðsla þeirra hefur ekki orðið eins ör og sumir óttuðust. Ekki hefur þó tekist að banna þau með öllu. Stórveldin hafa bæði leynt og ljóst gert tilraunir með áhrif geislunar á fólk. Þó ekki sé hægt að segja að friðvænlegt sé í heiminum núna hafa þó átakapunktarnir færst til og jafnvel má halda fram að framfarir hafi orðið, þegar á heildina er litið.
Útgerðarauðvaldið hefur sennilega skotið sig í fótinn með því að ýkja væntanleg áhrif af viðskiptabanni Rússa. Ákvörðunin um að fylgja fremur NATO og EBE en Sovétríkjunum og Rússum var tekin fyrir löngu (þegar gengið var í NATO árið 1949) Þó sú ákvörðun hafi verið umdeild á sínum tíma finnst mér ekki ástæða til að breyta því þó fáeinir stórútgerðarmenn væli svolítið. Íslendingar eru samt vanir að elta peningana hvar sem þá er að finna. Ekki kæmi mér á óvart þó framsóknarmenn reyni að notfæra sér makríl-sönginn og íslam-óttann eins og þeir geta í næstu kosningum. Hræðilegt hlutskipti fyrir flokk sem einu sinni var bændaflokkur umfram allt annað.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sæll Sæmundur.
Framkoma Bandaríkjamanna gagnvart Fischer
sem einmitt hafði ritað sögu þeirra í
skákbækur framtíðarinnar var skammarleg;
svívirðileg.
Þeir geymdu hann sem dýr í búri, á frímerki einhverju
í fót- og handjárnum og þeir Guðmundur Þórarinsson,
Sæmi rokk og Kári Stefánsson eiga eilífa þökk fyrir framtak
sitt að bjarga honum.
Nota tækifærið og skora á Kára Stefánsson
að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands
AD 2016.
Húsari. 26.8.2015 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.