8.8.2015 | 20:48
2355 - Tyrfður innipúki
Ekki vissi ég að það þyrfti að setja torfur á malbik (eða parkett) þar sem innipúkamenn ætla að skemmta sér. Upphaflega held ég að þessi innipúkahátíð hafi verið tilkomin vegna þess að ekki nenntu allir í útilegu um verzlunarmannahelgina (með setu). Nú er svo komið samkvæmt fréttablaðinu (ekki lýgur það) að nauðsynlegt er að tyrfa svæðið þar sem hátíðin er haldin svo það líkist sem mest venjulegri útihátíð.
Tvennt er það sem ég hef lagt sérstaka áherslu á í heilsuátak því sem ég ákvað að fara í fyrir um það bil ári. Sykur hef ég alveg leitt hjá mér því hann er ekkert annað en eiturlyf. Hann læðist að vísu stundum að manni í mjókurvörum, ávöxtum og þess háttar. Annars eru hvítur sykur, hvítt hveiti og þar af leiðandi flestar kökur og brauð á hálfgerðum bannlista hjá mér. Að vera katólskari en páfinn í þessum efnum dettur mér þó ekki í hug. Ég vigta ekki það sem ég læt ofan í mig og borða stundum mikið. Gengur þó illa að komast niður fyrir 100 kílóa múrinn. Hef undafarið haldið mig í kringum 105 kílóin.
Hitt atriðið er að ég las í fyrrahaust bók sem minnir að heiti: The heeling power of walking og var ókeypis á Amazon eins og 50 til 60 þúsund aðrar bækur. Bókin sem ég er að lesa um þessar mundir er um vetnissprengjutilraunir Bandaríkjamanna á sjötta áratug síðustu aldar og heitir: The Atomic Times og er eftir Michael Harris. Bók þessi vakti talsverða athygli í Bandaríkjunum þegar hún kom fyrst út fyrir nokkrum árum, en er ókeypis núna á Amazon. Höfundur dvaldi í raun og veru í herbúðum á þessu svæði á þeim tíma. Bókin er einkennilega fyndin og sorgleg í senn. Lýsingarnar á sprengingunum ógleymanlegar.
Ég er svo gamall að ég þarf ekkert að borga í bókasafninu, sem virðist vera alveg ágætt hér á Akranesi. En ég hef látið boðskapinn í göngubókinni ná þvílíkum tökum á mér að ég fer út að ganga næstum alla daga ársins og hefur á þann hátt (ásamt öðru) tekist að ná af mér kviðfitunni eins og heimilislæknirinn minn orðaði það svo fagurlega.
Ósköp er hann orðinn þreytulegur þessi hænsnatreiler hjá RUV. Hef ekki haft neina nenningu til að horfa á hraðfréttabræður þjóta um landið. Horfði að ég held á tvo fyrstu þættina og fannst þeir óttalega vandræðalegir og hef ekki horft á þá síðan. Fréttirnar nægja mér alveg.
Það sem gerist í heiminin skiptir mig sífellt minna máli. Sennilega er þetta ellimerki. Konan mín og krakkarnir, afastelpurnar tvær og allt sem þeim tengist og nánustu ættmennum mínum skiptir mig meira máli en hvað rússneska ríkisstjórnin gerir. Á ekki von á að að hún þrengi þumalskrúfurnar á okkur meira. Líklega er bara verið að hræða útgerðarmennina.
Við vörðuna sný ég oftast við á morgnana.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.