2349 - Pétur á Kópaskeri

Pétur á Kópaskeri er greinilega góđur ljósmyndari og á góđar grćjur. Hef undanfariđ veriđ ađ skođa fáeinar myndir frá honum á Flicr. Kannski man hann eftir mér. Ţegar hann var međ Imbu var ég líklega einhver fyrsti utanskólamađurinn sem gerđist áskrifandi ađ Menntanetinu. Man ađ ég stóđ lengi í ţeirri meiningu ađ Tryggvi Rúnar hlyti ađ vera kennari. Sennilega var ţetta skrýtin nördasamsetning á hópnum sem samanstóđ af Pétri, mér, Bjössa á Ísafirđi, Tryggva, Láru og kannski einhverjum fleiri.

Já, hann Pétur er greinilega ljósmyndari af Guđs náđ, ţó ég nái kannski stundum hérumbil eins víđa međ mínar myndir. Ţćr eru ţó ekki góđar, nema hvađ mótívin eru stundum allfrumleg, aftur á móti leggur Pétur greinilega áherslu á dýptina og skýrleikann.

Ég sé ţađ útfrá stöplariti um daglegar heimsóknir á bloggiđ mitt ađ ég hef ekki veriđ sérlega aktívur ţar eftir ađ viđ fluttum á Akranes. Nú er flutningum og upp-pökkun ađ mestu lokiđ svo ég hef enga afsökun fyrir ţví ađ blogga minna. Eiginlega ţykir mér betra ađ blogga meira. Ađallega kemur ţađ fram í ţví ađ ég blogga oftar. Reyni ađ hafa bloggin fremur stutt ţví ţau eru svo leiđinleg ađ sennilega mundi enginn lesa ţau ef ţau vćru löng.

Samt hef ég lengi gćlt viđ ţá hugmynd ađ skrifa bók. Ţađ hentar mér bara alls ekki. Get ómögulega teygt lopann í ţađ óendanlega um eitthvert ákveđiđ efni. Á miklu betur viđ mig ađ vađa úr einu í annađ. Samt er meirihluti ţeirra bóka sem ég les (og ţćr eru fjölmargar) ţví marki brenndur ađ vera um ákveđiđ efni. Ţessvegna verđ ég svo oft leiđur á ţeim. Ćtli ég hafi ekki byrjađ á svona helmingi eđa tíu sinnum fleiri bókum en ég hef lokiđ viđ.

Verđa menn oft svolítiđ skrítnir međ aldrinum? Ekki er ég frá ţví. Sjálfur hefđi ég til dćmis aldrei viđurkennt ţađ um tvítugt ađ ég gengi međ rithöfundarbakteríu. Nú er svo komiđ ađ tilgangslaust er ađ ţegja yfir ţví lengur. Enda hef ég bloggađ um ţađ áđur. Og sennilegt er ađ ég vćri alls ekki svona duglegur ađ blogga ef svo vćri ekki.

Nú er Áslaug búin ađ fá inni hjá Samsteypunni og viđ fórum á vinnustofuna hennar í Auđbrekku í kvöld og náđum í ýmislegt dót svosem málaratrönur og ţess háttar. Reyndar var ţađ ferđ nr. 2 til Reykjavíkur í dag (föstudag) ţví í morgun átti ég tíma hjá Ţorbirni Guđjónssyni hjartalćkni. Hann bađ auđvitađ ađ heilsa Bjarna og lét mig hamast á reiđhjólseftirlíkingu og ýmislegt fleira.

Átti svosem ekki von á neinum gönguafrekum í morgun (laugardag) enda svolítiđ rok úti og ég ekki á neinum sjömílnaskóm, en ţegar klukkutíminn var liđinn sagđi appiđ ađ ég hefđi fariđ „five point zero seven kilometers“ og ég er bara nokkuđ ánćgđur međ ţađ.Vigtin brást mér hinsvegar.

Í gćrkvöldi (laugardag) vorum viđ fínni grillveislu hjá Hafdísi og Jóa. Kann eiginlega ekki nógu mikiđ í matreiđslu til lýsa ţví nákvćmlega sem fyrir okkur kom ţar, en grillađ lambalćri fengum viđ međ allskyns međlćti.

Í morgun (sunnudag) tókst mér í morgungöngunni ađ komast í hús áđur en klukkutíminn var liđinn. Ţessvegna ţurfti ég áđan ađ skođa símann dálítiđ. Ég var 58 mínútur međ 5 kílómetrana og međalhrađinn var 11,33 (ţar held ég ađ átt sé viđ mínúturnar og sekúndurnar sem mađur er ađ međaltali međ hvern kílómeter) Međaltöl geta veriđ allskonar. Ţetta er allgóđur hrađi og sennilega kemur hann til vegna ţess ađ nú er ég farinn ađ fá mér kornflex í morgunumat áđur en ég fer út ađ labba. Vigtina rćđi ég ekkert um ađ ţessu sinni. Sú tala var ađeins of há.

WP 20150627 09 15 14 ProAkurnesingar deyja víst eins og ađrir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband